Sveinn hlaut gullmerki Heimdallar Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:21 Formaður Heimdallar, Júlíus Viggó Ólafsson og Sveinn R. Eyjólfsson, handhafi gullmerkis Heimdallar Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félagsins á laugardag. Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns. Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns.
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira