Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 19:28 Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild HR. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Samkvæmt henni á vopnahléð að hefjast nú þegar og standa yfir Ramadan, föstumánuð múslima sem lýkur 9. apríl. Einnig er gerð sú krafa að Hamas-liðar sleppi öllum gíslum og að opnað verði enn frekar fyrir flæði hjálpargagna inn á svæðið. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn sambærilegum tillögum. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að það leiði til varanlegra vopnahlés. Ísraelar brugðust illa við ályktuninni og fyrirhugaðri heimsókn Benjamíns Netnanjahú forsætisráðherra til Washington var umsvifalaust aflýst. Fulltrúi Mósambík í öryggisráðinu segir niðurstöðuna sögulega. „Það er von okkar að ályktunin sem samþykkt var í dag verði innleidd í góðri trú af öllum málsaðilum og verði til þess að lina þjáningar Gasabúa. Við vonum einnig að þessi ályktun muni opna leið fyrir jákvæðari sjónarmið varðandi varanlegan frið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Pedro Comissário Afonso, fulltrúi Mósambík. Afdráttarlaus ályktun Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir um vatnaskil í átökunum að ræða. „Og augljóslega mjög þýðingarmikið. Ísrael hefur beitt rétti sínum til sjálfsvarnar eftir árás Hamas í október. Nú er það þannig að rétt eins og í landsrétti að ef þú beitir neyðarvörn, þú mátt gera það þar til lögreglan mætir. Öryggisráðið hefur það vald, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þeir mega bregðast við. Þeir hafa gert það núna, svo í raun þá ber öllum aðildarríkjum að fylgja þessu,“ segir Þórdís. Hún segir að drög að ályktuninni hafi verið mjög afdráttarlaus, þannig að Ísraelsmenn yrðu að bregðast við. Þrátt fyrir það væri ekki um að ræða ákall um varanlegt vopnahlé, heldur til tveggja vikna. „En líka mjög mikilvægt, krafa um að mannúðaraðstoð fari inn.“ Ísraelar verði að hlýða Hvað ef Ísraelar fylgja þessu ekki, hvað gerist þá? „Það er stórt pólitískt mál ef þeir gera það ekki. Þeir hafa byggt sinn hernað á grundvelli sjálfsvarnar. Nú er Öryggisráðið búið að stíga inn. Annars væru þeir að fara gegn ályktuninni, og þá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þá svolítið nýtt í þessu máli.“ Þórdís segir ekki talað um beitingu vopnavalds gegn Ísrael í ályktuninni. „Við skulum sjá hvað gerist. Þetta er allt á vogarskálarnar um að fá frið á svæðinu.“ Hún segir ólíklegt að Hamas hlíti þeirri kvöð sem sett er á samtökin í ályktuninni, um að gíslum sem þeir tóku í hryðjuverkaárásunum 7. október verði sleppt. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Samkvæmt henni á vopnahléð að hefjast nú þegar og standa yfir Ramadan, föstumánuð múslima sem lýkur 9. apríl. Einnig er gerð sú krafa að Hamas-liðar sleppi öllum gíslum og að opnað verði enn frekar fyrir flæði hjálpargagna inn á svæðið. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn sambærilegum tillögum. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að það leiði til varanlegra vopnahlés. Ísraelar brugðust illa við ályktuninni og fyrirhugaðri heimsókn Benjamíns Netnanjahú forsætisráðherra til Washington var umsvifalaust aflýst. Fulltrúi Mósambík í öryggisráðinu segir niðurstöðuna sögulega. „Það er von okkar að ályktunin sem samþykkt var í dag verði innleidd í góðri trú af öllum málsaðilum og verði til þess að lina þjáningar Gasabúa. Við vonum einnig að þessi ályktun muni opna leið fyrir jákvæðari sjónarmið varðandi varanlegan frið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Pedro Comissário Afonso, fulltrúi Mósambík. Afdráttarlaus ályktun Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir um vatnaskil í átökunum að ræða. „Og augljóslega mjög þýðingarmikið. Ísrael hefur beitt rétti sínum til sjálfsvarnar eftir árás Hamas í október. Nú er það þannig að rétt eins og í landsrétti að ef þú beitir neyðarvörn, þú mátt gera það þar til lögreglan mætir. Öryggisráðið hefur það vald, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þeir mega bregðast við. Þeir hafa gert það núna, svo í raun þá ber öllum aðildarríkjum að fylgja þessu,“ segir Þórdís. Hún segir að drög að ályktuninni hafi verið mjög afdráttarlaus, þannig að Ísraelsmenn yrðu að bregðast við. Þrátt fyrir það væri ekki um að ræða ákall um varanlegt vopnahlé, heldur til tveggja vikna. „En líka mjög mikilvægt, krafa um að mannúðaraðstoð fari inn.“ Ísraelar verði að hlýða Hvað ef Ísraelar fylgja þessu ekki, hvað gerist þá? „Það er stórt pólitískt mál ef þeir gera það ekki. Þeir hafa byggt sinn hernað á grundvelli sjálfsvarnar. Nú er Öryggisráðið búið að stíga inn. Annars væru þeir að fara gegn ályktuninni, og þá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þá svolítið nýtt í þessu máli.“ Þórdís segir ekki talað um beitingu vopnavalds gegn Ísrael í ályktuninni. „Við skulum sjá hvað gerist. Þetta er allt á vogarskálarnar um að fá frið á svæðinu.“ Hún segir ólíklegt að Hamas hlíti þeirri kvöð sem sett er á samtökin í ályktuninni, um að gíslum sem þeir tóku í hryðjuverkaárásunum 7. október verði sleppt.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57