Furðulegar verðlækkanir á mörkuðum Baldur Thorlacius skrifar 26. mars 2024 10:00 Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Hlutabréfaverð Sjóvá-almennra trygginga lækkaði t.d. um rúm 4% í fyrstu viðskiptum dagsins þann 8. mars, Arion banka um 6% þann 14. mars og Íslandsbanka um 6% þann 22. mars. Hvað gæti mögulega skýrt slíkar lækkanir, ef ekki neikvæðni á markaði? Svarið liggur í fyrirbæri sem getur valdið lækkun hlutabréfaverðs en engu að síður glatt fjárfesta: Arðgreiðslur. Almenningshlutafélög sem eru með hefðbundið reikningsár (janúar – desember) halda yfirleitt svokallaðan aðalfund í mars eða apríl, þar sem hluthafar koma saman og kjósa um ýmis málefni. Þar á meðal kjósa þeir um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu, þ.e. hvort greiða eigi út arð eða ekki. Arðgreiðslur eru ein leið fyrir hlutafélög til að skila hagnaði, eða hluta hans, til eigenda sinna. En hluthafahópur félaga á markaði getur tekið örum breytingum, einhverjir selja og aðrir kaupa, og því þurfa félögin að ákveða fastan tímapunkt sem þau miða við í hluthafaskránni, við greiðslu arðs. Þessi tímapunktur hefur verið kallaður arðréttindadagur. Það verða því eðlilega alltaf einhver skil, aðili sem kaupir hlutabréf á tilteknum degi á rétt á arðgreiðslu en aðili sem kaupir degi síðar á það ekki. Þessi seinni dagur er kallaður arðleysisdagur. Arðleysisdagur Sjóvá-almennra trygginga var einmitt þann 8. mars, Arion banka 14. mars og Íslandsbanka 22. mars og hlutabréfaverð félaganna lækkaði því sem næst um sömu fjárhæð og arðgreiðslurnar hljóðuðu upp á. Allt eftir bókinni. Skráð félög birta tilkynningar um aðalfundi sem eru aðgengilegar víða (t.d. á vefsíðu félaganna, vefsíðu Nasdaq og hjá upplýsingaveitum eins og Keldunni), þar sem þau tilgreina þessa daga. Það er því gott fyrir fjárfesta að fylgjast vel með arðleysisdögum, ef þeir ætla að kaupa eða selja hlutabréf – sérstaklega á vormánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Hlutabréfaverð Sjóvá-almennra trygginga lækkaði t.d. um rúm 4% í fyrstu viðskiptum dagsins þann 8. mars, Arion banka um 6% þann 14. mars og Íslandsbanka um 6% þann 22. mars. Hvað gæti mögulega skýrt slíkar lækkanir, ef ekki neikvæðni á markaði? Svarið liggur í fyrirbæri sem getur valdið lækkun hlutabréfaverðs en engu að síður glatt fjárfesta: Arðgreiðslur. Almenningshlutafélög sem eru með hefðbundið reikningsár (janúar – desember) halda yfirleitt svokallaðan aðalfund í mars eða apríl, þar sem hluthafar koma saman og kjósa um ýmis málefni. Þar á meðal kjósa þeir um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu, þ.e. hvort greiða eigi út arð eða ekki. Arðgreiðslur eru ein leið fyrir hlutafélög til að skila hagnaði, eða hluta hans, til eigenda sinna. En hluthafahópur félaga á markaði getur tekið örum breytingum, einhverjir selja og aðrir kaupa, og því þurfa félögin að ákveða fastan tímapunkt sem þau miða við í hluthafaskránni, við greiðslu arðs. Þessi tímapunktur hefur verið kallaður arðréttindadagur. Það verða því eðlilega alltaf einhver skil, aðili sem kaupir hlutabréf á tilteknum degi á rétt á arðgreiðslu en aðili sem kaupir degi síðar á það ekki. Þessi seinni dagur er kallaður arðleysisdagur. Arðleysisdagur Sjóvá-almennra trygginga var einmitt þann 8. mars, Arion banka 14. mars og Íslandsbanka 22. mars og hlutabréfaverð félaganna lækkaði því sem næst um sömu fjárhæð og arðgreiðslurnar hljóðuðu upp á. Allt eftir bókinni. Skráð félög birta tilkynningar um aðalfundi sem eru aðgengilegar víða (t.d. á vefsíðu félaganna, vefsíðu Nasdaq og hjá upplýsingaveitum eins og Keldunni), þar sem þau tilgreina þessa daga. Það er því gott fyrir fjárfesta að fylgjast vel með arðleysisdögum, ef þeir ætla að kaupa eða selja hlutabréf – sérstaklega á vormánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar