„Jóhann Berg og Arnór Ingvi eru heilir og klárir í slaginn. Ég get lítið kennt þessum strákum núna og ég hef bara verið að segja við þá að vera glaðir að vera komnir í þessa stöðu. Slaka á, vera rólegir og sumir þessara leikmanna hafa alveg verið í svona aðstöðu áður.“
Hann segir að hópurinn sé gríðarlega ánægður með að fimm hundruð Íslendingar séu að koma í dag til að styðja við liðið.
„Þetta sýnir að fólk stendur við bakið á okkur á Íslandi og því verðum við bara að njóta þess að spila þennan leik, hann kemur ekki á hverju ári. Þetta er mögulega besti tækifærið á ferlinum hjá sumum leikmönnum.“
En hvernig vinnur íslenska liðið leikinn í kvöld?
„Við verðum að vera fastir fyrir til baka, þeir eru með mjög gott lið. Þurfum að passa okkur að fá ekki skyndisóknir í bakið, því það gera þeir vel. Svo þurfum við að treysta á okkar einstaklingsgæði fram á við sem gætu skilað okkur á EM.“

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.