Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2024 15:24 Biskupsefnin voru spurð hvað þeim hafi þótt um páskaskop sem var í þætti Gísla Marteins á föstudagskvöldið. Þau voru ekki að stressa sig mikið á því. vísir/einar Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður ræddi við þau um heima og geima. Meðal þess sem bryddað var uppá var að spilað var fyrir þau þrjú umdeilt atriði úr Vikunni, þætti Gísla Marteins en fjölmargir kirkjunnar þjónar og fleiri hafa lýst yfir mikilli vandlætingu á því. En þá fór Berlind Festival í Kringluna og spurði misgáfulegra spurninga um krossfestinguna. Getum þakkað Berglindi fyrir að setja krossinn á dagskrá Hólmfríður benti á að þetta hafi átt að vera ofboðslega fyndið en mörgum prestum hafi ekki þótt það og tjáð þann hug sinn. Er þetta til marks um að gjá sé að myndast milli kirkjunnar og samfélags? Guðrún sagði það ekki vera en við gætum þakkað Berglindi Festival fyrir að hafa sett krossinn á dagskrá. „Ég hef tekið eftir því hvað krossinn hefur djúpa og merkilega merkingu fyrir marga sem hafa ekki húmor fyrir Páskahátíðinni,“ sagði Guðrún. Hún nefndi að við gætum nýtt þetta upphlaup til samtals. „Það sem vekur athygli í þessu er að sláandi er hversu margir vita lítið um páskahátíðina en ég þakka Berglindi fyrir að hafa sett þetta á dagskrá.“ Mögnuð saga sögð um páskana Elínborg sagði að við værum nú gengin inn í dymbilvikuna þar sem Jesú var fagnað sem hetju. Það sem gerist í kjölfarið er athyglisvert og varðar það hversu skjótt veður skipast í lofti. „Sem hendi sé veifað er hann svikinn, festur á kross og fólkið hrópar Barrabas.“ Elínborg vildi meina að þetta væri til marks um hvað múgæsing hefur mikil áhrif í samfélaginu og hún sé á öllum tímum. Þjáning og píslir Krists geta verið okkur spegilmynd á öllum tímum,“ sagði Elínborg og nefndi þjáningu í Gaza, þjáningu í Úkraínu þar sem börn eru drepin og þeim nauðgað. Ljóst var að þeim þótti skopið ekki fyndið en það hefði vakið athygli á því hversu djúpstæð merking krossins sé og þökkuðu Berglindi fyrir að setja það á dagskrá.vísir/einar Guðrún sagði að þetta gætum við speglað í þessu. „Þetta er rétt hjá Guðrúnu,“ sagði Elínborg. Krossinn hafi djúpstæða merkingu í okkar huga, sem hafi svo breyst í sigurtákn með upprisunni á Páskadegi. Við erum með sögu mannsins, mannlegan breiskleika, mannlega þjáningu en kærleikurinn sigrar illskuna og lífið dauðann. „Þetta er mögnuð saga sem okkur er sögð um páskana.“ Guðmundur sagði að það væri ekkert nýtt að hæðst væri að krossi Krists. Hann hafi meira að segja verið hæddur á krossinum; ræninginn sem var við hliðina á honum hafi hæðst að honum og spurt: Ert þú ekki Kristur? Af hverju bjargar þú okkur ekki? Alltaf verið hæðst að krossinum Guðmundur rakti að í rómverskum herbúðum hafi verið kross, á honum hafi hangið asni og undir hafi staðið nafn á hermanni „sem tilbiður guð sinn. Það er ekkert nýtt að hæðst sé að krossinum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það hins vegar segja mikið um kirkjuna og umburðarlyndi hennar að það væri ekkert svo agalegt að vera með svona skop fyrir páskahátíðina. „Þó við tölum um þetta og höfum skoðanir á þessum skets, þjóðfélagið hefur ekkert farið á hliðina og við tölum um eitthvað annað eftir þrjá daga,“ sagði Guðmundur. Öll voru þau sammála um að kirkjan hefði skírskotun í dag, sífellt stækki sá hópur sem sæki kirkjuna. Vissulega væru einhverjir sem segðu sig úr þjóðkirkjunni en það bjagaði tölurnar að hingað flytji fólk sem ekki er lútherskrar trúar. „Nei, mér finnst kirkjan ekki njóta sannmælis,“ sagði Guðrún. Umræðan var afar athyglisverð og má finna þáttinn í heild sinni hér neðar. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Pallborðið Ríkisútvarpið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður ræddi við þau um heima og geima. Meðal þess sem bryddað var uppá var að spilað var fyrir þau þrjú umdeilt atriði úr Vikunni, þætti Gísla Marteins en fjölmargir kirkjunnar þjónar og fleiri hafa lýst yfir mikilli vandlætingu á því. En þá fór Berlind Festival í Kringluna og spurði misgáfulegra spurninga um krossfestinguna. Getum þakkað Berglindi fyrir að setja krossinn á dagskrá Hólmfríður benti á að þetta hafi átt að vera ofboðslega fyndið en mörgum prestum hafi ekki þótt það og tjáð þann hug sinn. Er þetta til marks um að gjá sé að myndast milli kirkjunnar og samfélags? Guðrún sagði það ekki vera en við gætum þakkað Berglindi Festival fyrir að hafa sett krossinn á dagskrá. „Ég hef tekið eftir því hvað krossinn hefur djúpa og merkilega merkingu fyrir marga sem hafa ekki húmor fyrir Páskahátíðinni,“ sagði Guðrún. Hún nefndi að við gætum nýtt þetta upphlaup til samtals. „Það sem vekur athygli í þessu er að sláandi er hversu margir vita lítið um páskahátíðina en ég þakka Berglindi fyrir að hafa sett þetta á dagskrá.“ Mögnuð saga sögð um páskana Elínborg sagði að við værum nú gengin inn í dymbilvikuna þar sem Jesú var fagnað sem hetju. Það sem gerist í kjölfarið er athyglisvert og varðar það hversu skjótt veður skipast í lofti. „Sem hendi sé veifað er hann svikinn, festur á kross og fólkið hrópar Barrabas.“ Elínborg vildi meina að þetta væri til marks um hvað múgæsing hefur mikil áhrif í samfélaginu og hún sé á öllum tímum. Þjáning og píslir Krists geta verið okkur spegilmynd á öllum tímum,“ sagði Elínborg og nefndi þjáningu í Gaza, þjáningu í Úkraínu þar sem börn eru drepin og þeim nauðgað. Ljóst var að þeim þótti skopið ekki fyndið en það hefði vakið athygli á því hversu djúpstæð merking krossins sé og þökkuðu Berglindi fyrir að setja það á dagskrá.vísir/einar Guðrún sagði að þetta gætum við speglað í þessu. „Þetta er rétt hjá Guðrúnu,“ sagði Elínborg. Krossinn hafi djúpstæða merkingu í okkar huga, sem hafi svo breyst í sigurtákn með upprisunni á Páskadegi. Við erum með sögu mannsins, mannlegan breiskleika, mannlega þjáningu en kærleikurinn sigrar illskuna og lífið dauðann. „Þetta er mögnuð saga sem okkur er sögð um páskana.“ Guðmundur sagði að það væri ekkert nýtt að hæðst væri að krossi Krists. Hann hafi meira að segja verið hæddur á krossinum; ræninginn sem var við hliðina á honum hafi hæðst að honum og spurt: Ert þú ekki Kristur? Af hverju bjargar þú okkur ekki? Alltaf verið hæðst að krossinum Guðmundur rakti að í rómverskum herbúðum hafi verið kross, á honum hafi hangið asni og undir hafi staðið nafn á hermanni „sem tilbiður guð sinn. Það er ekkert nýtt að hæðst sé að krossinum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það hins vegar segja mikið um kirkjuna og umburðarlyndi hennar að það væri ekkert svo agalegt að vera með svona skop fyrir páskahátíðina. „Þó við tölum um þetta og höfum skoðanir á þessum skets, þjóðfélagið hefur ekkert farið á hliðina og við tölum um eitthvað annað eftir þrjá daga,“ sagði Guðmundur. Öll voru þau sammála um að kirkjan hefði skírskotun í dag, sífellt stækki sá hópur sem sæki kirkjuna. Vissulega væru einhverjir sem segðu sig úr þjóðkirkjunni en það bjagaði tölurnar að hingað flytji fólk sem ekki er lútherskrar trúar. „Nei, mér finnst kirkjan ekki njóta sannmælis,“ sagði Guðrún. Umræðan var afar athyglisverð og má finna þáttinn í heild sinni hér neðar.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Pallborðið Ríkisútvarpið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira