„Algjör synd ef þeir fengju stemninguna í byrjun ekki vestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 09:30 Það gæti skipt sköpum fyrir Vestra að komast sem fyrst á nýjan heimavöll sinn. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, segja nauðsynlegt fyrir Vestra, nýliðana í Bestu deild karla, að komast sem nýjan heimavöll sinn. Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira