Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 11:58 Gestir Pallborðsins að þessu sinni eru Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, Ingrid Kuhlman formaður Lífsvirðingar og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Dánaraðstoð er umdeild en í grófum dráttum má segja að um tvennt sé að ræða; annars vegar það að læknir aðstoðar sjúkling við að deyja með lyfjagjöf í æð (e. euthanasia) og hins vegar að læknir sér sjúklingi fyrir lyfi sem sjúklingurinn tekur sjálfur til að binda enda á líf sitt (e. assisted suicide). Dánaraðstoð hefur verið leidd í lög í átta Evrópuríkjum samkvæmt samtökunum Lífsvirðingu; Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Portúgal. Þá er hún heimil í um tug ríkja Bandaríkjanna. Sums staðar er sjúklingum heimilt að ákveða að hætta að þiggja næringu í æð en það úrræði flokkast ekki undir dánaraðstoð né heldur hefðbundin lífslokameðferð, þar sem markmiðið er að draga úr þjáningu þegar ljóst þykir að viðkomandi á aðeins daga eða vikur eftir ólifaðar. Kannanir benda til þess að meirihluti sé fylgjandi dánaraðstoð, meðal landsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjúklingasamtaka. Málefnið hefur hins vegar ekki fengið mikla umræðu í samfélaginu og það hefur reynst erfitt að fá lækna og hjúkrunarfræðinga til að tjá sig um málið. Samtökin Lífsvirðing hafa lengi talað fyrir því að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi en í umsögn félagsins um frumvarpið sem nú liggur fyrir eru gerðar ýmsar athugasemdir og ýmsum spurningum ósvarað. Hverjir nákvæmlega eiga að eiga kost á dánaraðstoð? Á aðstoðin að standa bæði líkamlega og andlega veikum til boða? Hvað með börn með ólæknandi sjúkdóma? Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir eru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Dánaraðstoð er umdeild en í grófum dráttum má segja að um tvennt sé að ræða; annars vegar það að læknir aðstoðar sjúkling við að deyja með lyfjagjöf í æð (e. euthanasia) og hins vegar að læknir sér sjúklingi fyrir lyfi sem sjúklingurinn tekur sjálfur til að binda enda á líf sitt (e. assisted suicide). Dánaraðstoð hefur verið leidd í lög í átta Evrópuríkjum samkvæmt samtökunum Lífsvirðingu; Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Portúgal. Þá er hún heimil í um tug ríkja Bandaríkjanna. Sums staðar er sjúklingum heimilt að ákveða að hætta að þiggja næringu í æð en það úrræði flokkast ekki undir dánaraðstoð né heldur hefðbundin lífslokameðferð, þar sem markmiðið er að draga úr þjáningu þegar ljóst þykir að viðkomandi á aðeins daga eða vikur eftir ólifaðar. Kannanir benda til þess að meirihluti sé fylgjandi dánaraðstoð, meðal landsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjúklingasamtaka. Málefnið hefur hins vegar ekki fengið mikla umræðu í samfélaginu og það hefur reynst erfitt að fá lækna og hjúkrunarfræðinga til að tjá sig um málið. Samtökin Lífsvirðing hafa lengi talað fyrir því að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi en í umsögn félagsins um frumvarpið sem nú liggur fyrir eru gerðar ýmsar athugasemdir og ýmsum spurningum ósvarað. Hverjir nákvæmlega eiga að eiga kost á dánaraðstoð? Á aðstoðin að standa bæði líkamlega og andlega veikum til boða? Hvað með börn með ólæknandi sjúkdóma? Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir eru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira