Körfubolti

Um­fjöllun: Haukar - Álfta­nes 91-98 | Gestirnir styrktu stöðu sína með sigri í Ólafs­sal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni.
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét

Álftanes styrkti stöðu sína í 6. sæti Subway-deildar karla með góðum sigri á Haukum í Ólafssal. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna var ekki bein textalýsing frá leiknum hér á Vísi.

Álftanes styrkti stöðu sína í 6. sæti Subway-deildar karla með góðum sigri á Haukum í Ólafssal. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna var ekki bein textalýsing frá leiknum hér á Vísi.

Um var að ræða leik í næstsíðustu umferð deildarinnar og hvorugt lið í raun að keppa að miklu þó Álftanes vilji augljóslega koma inn í úrslitakeppnina á góðu nótunum. Að sama skapi er ljóst að Haukar geta hvorki fallið né komist í úrslitakeppnina.

Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks. Haukar byrjuðu af miklum krafti og voru einu stigi yfir þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta sýndu gestirnir frá Álftanesi hvað í þeim býr og leiddu þeir með átta stigum í hálfleik, staðan þá 42-50.

Haukar komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og úr varð hörkuleikur sem Álftanes vann ekki fyrr en undir blálokin, lokatölur í Ólafssal 91-98.

David Okeke var stigahæstur hjá Haukum með 25 stig og 11 fráköst. Þar á eftir kom Everage Richardsson með 21 stig.

Hjá gestunum var Haukur Helgi Briem Pálsson stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Giga Norbertas var svo með 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst.

Álftanes er í 5. sæti með 12 sigra í 21 leik á meðan Haukar eru í 10. sæti með fimm sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×