Kallaði eftir aðstoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 17:55 Skipið lenti á einum burðarstólpa brúarinnar á töluverðum hraða. AP/Matt Rourke Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins. Rannsakendur segja að brúin, sem reist var árið 1976, hafi ekki verið byggð með nútíma öryggisstaðla í huga og því hefði hún verið viðkvæmari en nýrri brýr og meiri líkur á því að hún myndi hrynja við slys sem þetta. Verið var að sigla skipinu úr höfn í Baltimore þegar það missti afl og lenti af miklum krafti á einum af burðarstólpum brúarinnar. Stór hluti hennar hrundi nánast samstundis en átta verkamenn voru á brúnni við viðgerðir. Tveimur var bjargað samdægurs, tvö lík fundust í nótt og fjögurra er enn saknað og hefur leit verið hætt í bili. Sjá einnig: Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Samkvæmt frétt Reuters fundust líkin tvö í bíl sem fannst á sjávarbotni á tæplega átta metra dýpi en aðstæður til leitar eru hættulegar fyrir kafara vegna mikils braks og þá er útlit fyrir að aðrir bílar sitji fastir undir braki úr brúnni Höfnin í Baltimore, sem er ein mest notaða höfn á austurströnd Bandaríkjanna, er lokuð og verður það líklega um nokkuð skeið. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að lokunin muni hafa umfangsmikil áhrif á vöruflutninga á heimsvísu þar sem aðrar hafnir á svæðinu geti fyllt í skarðið, ef svo má segja. Ekki liggur fyrir af hverju skipið missti afl AP fréttaveitan segir að vél skipsins hafi fengið hefðbundið viðhald við bryggju. Þá var skipið skoðað af sérfræðingum Strandgæslu Bandaríkjanna í september og leiddi sú skoðun ekkert í ljós. Brú hrynur í Baltimore Bandaríkin Tengdar fréttir Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50 Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13 Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Rannsakendur segja að brúin, sem reist var árið 1976, hafi ekki verið byggð með nútíma öryggisstaðla í huga og því hefði hún verið viðkvæmari en nýrri brýr og meiri líkur á því að hún myndi hrynja við slys sem þetta. Verið var að sigla skipinu úr höfn í Baltimore þegar það missti afl og lenti af miklum krafti á einum af burðarstólpum brúarinnar. Stór hluti hennar hrundi nánast samstundis en átta verkamenn voru á brúnni við viðgerðir. Tveimur var bjargað samdægurs, tvö lík fundust í nótt og fjögurra er enn saknað og hefur leit verið hætt í bili. Sjá einnig: Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Samkvæmt frétt Reuters fundust líkin tvö í bíl sem fannst á sjávarbotni á tæplega átta metra dýpi en aðstæður til leitar eru hættulegar fyrir kafara vegna mikils braks og þá er útlit fyrir að aðrir bílar sitji fastir undir braki úr brúnni Höfnin í Baltimore, sem er ein mest notaða höfn á austurströnd Bandaríkjanna, er lokuð og verður það líklega um nokkuð skeið. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að lokunin muni hafa umfangsmikil áhrif á vöruflutninga á heimsvísu þar sem aðrar hafnir á svæðinu geti fyllt í skarðið, ef svo má segja. Ekki liggur fyrir af hverju skipið missti afl AP fréttaveitan segir að vél skipsins hafi fengið hefðbundið viðhald við bryggju. Þá var skipið skoðað af sérfræðingum Strandgæslu Bandaríkjanna í september og leiddi sú skoðun ekkert í ljós.
Brú hrynur í Baltimore Bandaríkin Tengdar fréttir Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50 Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13 Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50
Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13
Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17