Ríkjandi meistarar SR mætti Skautafélagi Akureyrar í úrslitarimmu sem var æsispennandi. Akureyringar voru með heimavallaréttinn og fór úrslitaviðureignin fram á Akureyri.
Leikurinn byrjaði af ægilegum krafti en á fjórðu mínútu kom Kári Arnarsson gestunum yfir en Arnar Kristjánsson jafnaði metin á 9. mínútu. Eftir það lengdist biðin eftir marki en Baltasar Hjálmarsson kom SA yfir á 39. mínútu en Petr Stepanek jafnaði örskömmu síðar.
Það var svo Filip Krzak sem skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar rétt rúmar þrjár mínútur lifðu leiks, lokatölur 2-3 og SR gat leyft sér að fagna öðrum Íslandsmeistaratitlinum í röð.