Björgunarsveitin Geisli í Fáskrúðsfirði var kölluð út en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands þurfti björgunarsveitarfólk ekki að hjálpa við strandið þar sem skipið losnaði.
Skipinu, sem heitir Key Bora og er skráð í Gíbraltar, var siglt aftur til hafnar í Fáskrúðsfirði og verður þar að minnsta kosti til morguns eða þegar kafarar geta yfirfarið skipið. Þá þarf flokkunarfélag þess einnig að gefa grænt ljós á að það sé haffært.
Landhelgisgæslan upplýsti Umhverfisstofnun um strandið en engin mengun varð vegna þess.
