Fyrrverandi Englandsmeistari með námskeið í samstarfi við Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 12:01 Asmir Begović var á mála hjá Chelsea frá 2015 til 2017. Rob Newell/Getty Images Asmir Begović, markvörður Q.P.R. í ensku B-deildinni og fyrrverandi markvörður Chelsea, AC Milan og fleiri liða verður með markmannsnámskeið á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum í sumar. Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira