Rangers og Celtic leyfa stuðningsmenn hvors annars á ný Siggeir Ævarsson skrifar 29. mars 2024 18:15 Skoskir stuðningsmenn kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að skrílslátum. Þessi mynd var tekin á leik Rangers og Dortmund og eins og sjá má var stíf öryggisgæsla á Ibrox vellinum. Vísir/EPA-EFE/ROBERT PERRY Skosku erkifjendurnir frá Glasgow, Rangers og Celtic, hafa komist að samkomulagi um að úthluta á ný miðum til hvors annars þegar liðin mætast. Forsaga málsins nær aftur til ársins 2018 þegar forsvarsmenn Rangers tilkynntu að stuðningsmenn Celtics myndu aðeins fá 700 miða á leiki á Ibrox vellinum en þeir höfðu alla jafna fengið 7.500 miða, bæði á Ibrox og Celtics park. Forsvarsmenn Celtic svöruðu í sömu mynt og í maí 2023 tilkynnti liðið að engir miðar yrðu í boði fyrir Rangers aðdáendur og Rangers tóku samskonar ákvörðun strax í kjölfarið. Síðan þá hafa nágrannaslagirnir aðeins farið fram fyrir framan aðdáendur heimaliðsins hverju sinni. Nú hafa félögin hoggið á hnútinn og ætla að úthluta um 5% miða til andstæðinganna á ný, eða 2.500 miðum á Ibrox og 3.000 á Celtic Park. The SPFL can confirm that Rangers FC and Celtic FC will provide ticket allocations of around 5% for away supporters, for SPFL matches between the two clubs in season 2024/25— SPFL (@spfl) March 29, 2024 Samkomulagið tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta tímabili, sem þýðir að liðin munu mætast tvisvar sinnum enn á þessum tímabili með einsleitan aðdáendahóp í stúkunum. Liðin hafa haft mikla yfirburði í deildinni í ár, eins og oft áður, og er Celtic í efsta sæti með 71 stig og Rangers í 2. sæti með 70 og á leik til góða. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
Forsaga málsins nær aftur til ársins 2018 þegar forsvarsmenn Rangers tilkynntu að stuðningsmenn Celtics myndu aðeins fá 700 miða á leiki á Ibrox vellinum en þeir höfðu alla jafna fengið 7.500 miða, bæði á Ibrox og Celtics park. Forsvarsmenn Celtic svöruðu í sömu mynt og í maí 2023 tilkynnti liðið að engir miðar yrðu í boði fyrir Rangers aðdáendur og Rangers tóku samskonar ákvörðun strax í kjölfarið. Síðan þá hafa nágrannaslagirnir aðeins farið fram fyrir framan aðdáendur heimaliðsins hverju sinni. Nú hafa félögin hoggið á hnútinn og ætla að úthluta um 5% miða til andstæðinganna á ný, eða 2.500 miðum á Ibrox og 3.000 á Celtic Park. The SPFL can confirm that Rangers FC and Celtic FC will provide ticket allocations of around 5% for away supporters, for SPFL matches between the two clubs in season 2024/25— SPFL (@spfl) March 29, 2024 Samkomulagið tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta tímabili, sem þýðir að liðin munu mætast tvisvar sinnum enn á þessum tímabili með einsleitan aðdáendahóp í stúkunum. Liðin hafa haft mikla yfirburði í deildinni í ár, eins og oft áður, og er Celtic í efsta sæti með 71 stig og Rangers í 2. sæti með 70 og á leik til góða.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira