Forsaga málsins nær aftur til ársins 2018 þegar forsvarsmenn Rangers tilkynntu að stuðningsmenn Celtics myndu aðeins fá 700 miða á leiki á Ibrox vellinum en þeir höfðu alla jafna fengið 7.500 miða, bæði á Ibrox og Celtics park.
Forsvarsmenn Celtic svöruðu í sömu mynt og í maí 2023 tilkynnti liðið að engir miðar yrðu í boði fyrir Rangers aðdáendur og Rangers tóku samskonar ákvörðun strax í kjölfarið. Síðan þá hafa nágrannaslagirnir aðeins farið fram fyrir framan aðdáendur heimaliðsins hverju sinni.
Nú hafa félögin hoggið á hnútinn og ætla að úthluta um 5% miða til andstæðinganna á ný, eða 2.500 miðum á Ibrox og 3.000 á Celtic Park.
The SPFL can confirm that Rangers FC and Celtic FC will provide ticket allocations of around 5% for away supporters, for SPFL matches between the two clubs in season 2024/25
— SPFL (@spfl) March 29, 2024
Samkomulagið tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta tímabili, sem þýðir að liðin munu mætast tvisvar sinnum enn á þessum tímabili með einsleitan aðdáendahóp í stúkunum. Liðin hafa haft mikla yfirburði í deildinni í ár, eins og oft áður, og er Celtic í efsta sæti með 71 stig og Rangers í 2. sæti með 70 og á leik til góða.