Glódís og Sveindís mætast í bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 16:34 Glódís Perla Viggósdóttir og markvörðurinn Maria-Luisa Grohs. Getty/Sebastian Widmann Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í Bayern München eru komnar í bikarúrslitaleikinn í Þýskalandi eftir sigur á Eintracht Frankfurt í vítakeppni í undanúrslitaleiknum í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Bayern vann vítakeppnina 4-1 þar sem liðsmenn Frankfurt klúðruðu þremur vítaspyrnum. Við fáum því úrslitaleik á milli tveggja efstu liða deildarinnar og um leið Íslendingaslag. Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar í Wolfsburg tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 9-0 stórsigri á Essen í hinum undanúrslitaleiknum í gær. Bayern byrjaði leikinn í dag betur og Georgia Stanway kom þeim í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu. Vítið var dæmt vegna hendi hjá varnarmanni Frankfurt. Frankfurt liðið jafnaði fjórtán mínútum síðar þegar Geraldine Reuteler skoraði með óverjandi skoti af tuttugu metra færi. Það komu ekki fleiri mörk, hvorki í seinni hálfleik né í framlengingu. Það þurfti því vítakeppni til að fá fram úrslit. Stanway klikkaði á fyrstu vítaspyrnu Bayern en Frankfurt klikkaði aftur á móti á tveimur fyrstu vítaspyrnum sínum. Fyrst Laura Freigang og svo Reuteler. Sydney Lohmann skoraði úr annarri spyrnu Bæjara og kom liðinu í 1-0 í vítakeppninni. Frankfurt klikaði á þriðju spyrnu sinni líka en Lara Prasnikar, gerði það. Bayern liðið var komið i 2-0 í vítakeppninni eftir mark frá Magdalenu Eriksson. Frankfurt skoraði loksins úr fjórðu vítaspyrnu sinni en þar var Barbara Dunst að verki. Það var þó bara skammgóður vermir. Danska landsliðskonan Pernille Harder tryggði Bayern sigurinn í vítakeppninni með því að skora úr fjórðu spyrnunni. Bæjarar þurftu því ekki að taka síðustu spyrnu sína. Þýski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Bayern vann vítakeppnina 4-1 þar sem liðsmenn Frankfurt klúðruðu þremur vítaspyrnum. Við fáum því úrslitaleik á milli tveggja efstu liða deildarinnar og um leið Íslendingaslag. Sveindís Jane Jónsdóttir og félagar hennar í Wolfsburg tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 9-0 stórsigri á Essen í hinum undanúrslitaleiknum í gær. Bayern byrjaði leikinn í dag betur og Georgia Stanway kom þeim í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu. Vítið var dæmt vegna hendi hjá varnarmanni Frankfurt. Frankfurt liðið jafnaði fjórtán mínútum síðar þegar Geraldine Reuteler skoraði með óverjandi skoti af tuttugu metra færi. Það komu ekki fleiri mörk, hvorki í seinni hálfleik né í framlengingu. Það þurfti því vítakeppni til að fá fram úrslit. Stanway klikkaði á fyrstu vítaspyrnu Bayern en Frankfurt klikkaði aftur á móti á tveimur fyrstu vítaspyrnum sínum. Fyrst Laura Freigang og svo Reuteler. Sydney Lohmann skoraði úr annarri spyrnu Bæjara og kom liðinu í 1-0 í vítakeppninni. Frankfurt klikaði á þriðju spyrnu sinni líka en Lara Prasnikar, gerði það. Bayern liðið var komið i 2-0 í vítakeppninni eftir mark frá Magdalenu Eriksson. Frankfurt skoraði loksins úr fjórðu vítaspyrnu sinni en þar var Barbara Dunst að verki. Það var þó bara skammgóður vermir. Danska landsliðskonan Pernille Harder tryggði Bayern sigurinn í vítakeppninni með því að skora úr fjórðu spyrnunni. Bæjarar þurftu því ekki að taka síðustu spyrnu sína.
Þýski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira