Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2025 07:00 Evrópumeistarinn Hannah Hampton. Richard Sellers/Getty Images Hannah Hampton, markvörður Evrópumeistara Englands, hefur heldur betur þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. Ofan á allt sem hún hefur tæklað til þessa á ferlinum þurfti hún að tækla mikla sorg í aðdraganda Evrópumótsins þar sem afi hennar lést skömmu fyrir mót. Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sjá meira
Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sjá meira
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf