Andri Fannar lagði upp mark fyrir Michael Baidoo í leik með Elfsborg gegn Värnamo í dag. Elfsborg komst í 2-0 á fyrsta hálftíma leiksins en niðurstaðan varð að lokum 2-2 jafntefli.
Andri, sem er 22 ára, kom til Elfsborg að láni frá Bologna á Ítalíu í ágúst í fyrra og verður áfram með liðinu, að minnsta kosti fram á sumar.
Eggert Aron Guðmundsson varð í vetur liðsfélagi Andra hjá Elfsborg en hefur átt við meiðsli að stríða og var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.