Fischersetrið á Selfossi nýtur mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 20:31 Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum safnið með góðu samstarfsfólki sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fishersetrið á Selfossi nýtur mikilla vinsælda skákmanna um allan heim enda stöðugar heimsókn þeirra á safnið og að gröf Bobby Fischers, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði rétt fyrir utan Selfoss. Fishersetrið er til húsa við Austurveg 21 við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið og safnið nýtur mikilla vinsælda. Skákfólk og áhugafólk um skák og sögu skákmeistarans fyrrverandi Bobby Fischers er mjög duglegt að heimsækja safnið. Allir þátttakendur á Reykjavíkurmótinu í skák heimsóttu safnið þegar það mót stóð síðast yfir og fóru að leiði Bobby Fischers. Margir vitja leiðisins í kirkjugarðinum í Laugardælum þar sem skákheimsmeistarinn hvílir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltaf nóg að gera og stöðugar hringingar Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum það. Safnið er til húsa við Austurveg 21 á Selfossi við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf nóg að gera, stöðugar hringingar, fólk vill koma og sjá. Þetta er safn um Bobby Fischer og þar ber hæst einvígið 1972 og líka þessir hluti þegar þeim tókst að bjarga Fisher úr fangelsinu í Japan,” segir Aldís. Og þú ert dugleg að standa í þessu? „Dugleg og ekki dugleg, það er ekki mitt að dæma það,” segir Aldís og skellir upp úr. Einstakt safn á heimsvísu Guðmundur G. Þórarinsson, sem er mjög iðinn við að taka á móti hópum, ekki síst erlendum er allavega mjög ánægður með Aldísi og hennar dugnað með safnið. „Ég tel að þetta sé eina setrið í heiminum þar sem almennilegt samansafn er af munum frá einvíginu og það er á Selfossi og það er ákjósanlegt fyrir langflesta að koma hingað og sjá það. Það er alveg til fyrirmyndar hvernig staðið er að safninu og hugsaðu þér, mest allt sjálfboðavinna. Og hugsaðu þér allt sem Aldís er búin að vinna hérna og allir að hjálpa henni og allt þetta, þetta er ekkert smávegis,” segir Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson, sem tekur oft á móti hópum á safninu. Hann vill að Aldís fái fálkaorðuna frá forseta Íslands fyrir störf sín í sjálfboðavinnu í kringnum safnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er besti skákmaður á Íslandi í dag að mati Guðmundar? „Ég hugsa að það sé nú Hjörvar Steinn en besti skákmaður Íslendinga er náttúrulega Friðrik Ólafsson. Hann var náttúrulega séní,” segir Guðmundur. Og Guðmundur er í engum vafa um það að Aldís ætti að fá fálkaorðuna fyrir starf sitt á Fischersetrinu. „Ég myndi telja það, ég myndi mæla með því, ég skal skrifa upp á einhvern pappír til að senda í nefndina,” segir hann hlæjandi. Árborg Skák Bobby Fischer Söfn Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Fishersetrið er til húsa við Austurveg 21 við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið og safnið nýtur mikilla vinsælda. Skákfólk og áhugafólk um skák og sögu skákmeistarans fyrrverandi Bobby Fischers er mjög duglegt að heimsækja safnið. Allir þátttakendur á Reykjavíkurmótinu í skák heimsóttu safnið þegar það mót stóð síðast yfir og fóru að leiði Bobby Fischers. Margir vitja leiðisins í kirkjugarðinum í Laugardælum þar sem skákheimsmeistarinn hvílir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltaf nóg að gera og stöðugar hringingar Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum það. Safnið er til húsa við Austurveg 21 á Selfossi við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf nóg að gera, stöðugar hringingar, fólk vill koma og sjá. Þetta er safn um Bobby Fischer og þar ber hæst einvígið 1972 og líka þessir hluti þegar þeim tókst að bjarga Fisher úr fangelsinu í Japan,” segir Aldís. Og þú ert dugleg að standa í þessu? „Dugleg og ekki dugleg, það er ekki mitt að dæma það,” segir Aldís og skellir upp úr. Einstakt safn á heimsvísu Guðmundur G. Þórarinsson, sem er mjög iðinn við að taka á móti hópum, ekki síst erlendum er allavega mjög ánægður með Aldísi og hennar dugnað með safnið. „Ég tel að þetta sé eina setrið í heiminum þar sem almennilegt samansafn er af munum frá einvíginu og það er á Selfossi og það er ákjósanlegt fyrir langflesta að koma hingað og sjá það. Það er alveg til fyrirmyndar hvernig staðið er að safninu og hugsaðu þér, mest allt sjálfboðavinna. Og hugsaðu þér allt sem Aldís er búin að vinna hérna og allir að hjálpa henni og allt þetta, þetta er ekkert smávegis,” segir Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson, sem tekur oft á móti hópum á safninu. Hann vill að Aldís fái fálkaorðuna frá forseta Íslands fyrir störf sín í sjálfboðavinnu í kringnum safnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er besti skákmaður á Íslandi í dag að mati Guðmundar? „Ég hugsa að það sé nú Hjörvar Steinn en besti skákmaður Íslendinga er náttúrulega Friðrik Ólafsson. Hann var náttúrulega séní,” segir Guðmundur. Og Guðmundur er í engum vafa um það að Aldís ætti að fá fálkaorðuna fyrir starf sitt á Fischersetrinu. „Ég myndi telja það, ég myndi mæla með því, ég skal skrifa upp á einhvern pappír til að senda í nefndina,” segir hann hlæjandi.
Árborg Skák Bobby Fischer Söfn Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp