Fischersetrið á Selfossi nýtur mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 20:31 Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum safnið með góðu samstarfsfólki sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fishersetrið á Selfossi nýtur mikilla vinsælda skákmanna um allan heim enda stöðugar heimsókn þeirra á safnið og að gröf Bobby Fischers, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði rétt fyrir utan Selfoss. Fishersetrið er til húsa við Austurveg 21 við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið og safnið nýtur mikilla vinsælda. Skákfólk og áhugafólk um skák og sögu skákmeistarans fyrrverandi Bobby Fischers er mjög duglegt að heimsækja safnið. Allir þátttakendur á Reykjavíkurmótinu í skák heimsóttu safnið þegar það mót stóð síðast yfir og fóru að leiði Bobby Fischers. Margir vitja leiðisins í kirkjugarðinum í Laugardælum þar sem skákheimsmeistarinn hvílir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltaf nóg að gera og stöðugar hringingar Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum það. Safnið er til húsa við Austurveg 21 á Selfossi við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf nóg að gera, stöðugar hringingar, fólk vill koma og sjá. Þetta er safn um Bobby Fischer og þar ber hæst einvígið 1972 og líka þessir hluti þegar þeim tókst að bjarga Fisher úr fangelsinu í Japan,” segir Aldís. Og þú ert dugleg að standa í þessu? „Dugleg og ekki dugleg, það er ekki mitt að dæma það,” segir Aldís og skellir upp úr. Einstakt safn á heimsvísu Guðmundur G. Þórarinsson, sem er mjög iðinn við að taka á móti hópum, ekki síst erlendum er allavega mjög ánægður með Aldísi og hennar dugnað með safnið. „Ég tel að þetta sé eina setrið í heiminum þar sem almennilegt samansafn er af munum frá einvíginu og það er á Selfossi og það er ákjósanlegt fyrir langflesta að koma hingað og sjá það. Það er alveg til fyrirmyndar hvernig staðið er að safninu og hugsaðu þér, mest allt sjálfboðavinna. Og hugsaðu þér allt sem Aldís er búin að vinna hérna og allir að hjálpa henni og allt þetta, þetta er ekkert smávegis,” segir Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson, sem tekur oft á móti hópum á safninu. Hann vill að Aldís fái fálkaorðuna frá forseta Íslands fyrir störf sín í sjálfboðavinnu í kringnum safnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er besti skákmaður á Íslandi í dag að mati Guðmundar? „Ég hugsa að það sé nú Hjörvar Steinn en besti skákmaður Íslendinga er náttúrulega Friðrik Ólafsson. Hann var náttúrulega séní,” segir Guðmundur. Og Guðmundur er í engum vafa um það að Aldís ætti að fá fálkaorðuna fyrir starf sitt á Fischersetrinu. „Ég myndi telja það, ég myndi mæla með því, ég skal skrifa upp á einhvern pappír til að senda í nefndina,” segir hann hlæjandi. Árborg Skák Bobby Fischer Söfn Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Fishersetrið er til húsa við Austurveg 21 við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið og safnið nýtur mikilla vinsælda. Skákfólk og áhugafólk um skák og sögu skákmeistarans fyrrverandi Bobby Fischers er mjög duglegt að heimsækja safnið. Allir þátttakendur á Reykjavíkurmótinu í skák heimsóttu safnið þegar það mót stóð síðast yfir og fóru að leiði Bobby Fischers. Margir vitja leiðisins í kirkjugarðinum í Laugardælum þar sem skákheimsmeistarinn hvílir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltaf nóg að gera og stöðugar hringingar Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum það. Safnið er til húsa við Austurveg 21 á Selfossi við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf nóg að gera, stöðugar hringingar, fólk vill koma og sjá. Þetta er safn um Bobby Fischer og þar ber hæst einvígið 1972 og líka þessir hluti þegar þeim tókst að bjarga Fisher úr fangelsinu í Japan,” segir Aldís. Og þú ert dugleg að standa í þessu? „Dugleg og ekki dugleg, það er ekki mitt að dæma það,” segir Aldís og skellir upp úr. Einstakt safn á heimsvísu Guðmundur G. Þórarinsson, sem er mjög iðinn við að taka á móti hópum, ekki síst erlendum er allavega mjög ánægður með Aldísi og hennar dugnað með safnið. „Ég tel að þetta sé eina setrið í heiminum þar sem almennilegt samansafn er af munum frá einvíginu og það er á Selfossi og það er ákjósanlegt fyrir langflesta að koma hingað og sjá það. Það er alveg til fyrirmyndar hvernig staðið er að safninu og hugsaðu þér, mest allt sjálfboðavinna. Og hugsaðu þér allt sem Aldís er búin að vinna hérna og allir að hjálpa henni og allt þetta, þetta er ekkert smávegis,” segir Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson, sem tekur oft á móti hópum á safninu. Hann vill að Aldís fái fálkaorðuna frá forseta Íslands fyrir störf sín í sjálfboðavinnu í kringnum safnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er besti skákmaður á Íslandi í dag að mati Guðmundar? „Ég hugsa að það sé nú Hjörvar Steinn en besti skákmaður Íslendinga er náttúrulega Friðrik Ólafsson. Hann var náttúrulega séní,” segir Guðmundur. Og Guðmundur er í engum vafa um það að Aldís ætti að fá fálkaorðuna fyrir starf sitt á Fischersetrinu. „Ég myndi telja það, ég myndi mæla með því, ég skal skrifa upp á einhvern pappír til að senda í nefndina,” segir hann hlæjandi.
Árborg Skák Bobby Fischer Söfn Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira