Innlent

Breytingar gerðar á jongnarr.is

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 fyrir Besta flokkinn. Á morgun ætlar hann að tilkynna hvort hann bjóði sig fram til forseta eða ekki.
Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 fyrir Besta flokkinn. Á morgun ætlar hann að tilkynna hvort hann bjóði sig fram til forseta eða ekki. Vísir/Ívar Fannar

Lénið jongnarr.is var uppfært í gær og blasti þar tímabundið við snið að framboðssíðu áður en síðan var tekin niður. Sennilega tengist síðan tilkynningu Jóns Gnarr á morgun þar sem hann ætlar að skýra hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta.

Lénið jongnarr.is var stofnað 19. sept­em­ber árið 2022 en sam­kvæmt skrán­ing­ar­skír­teini þess á vefsíðu In­ter­nets á Íslandi hf. (ISNIC) var það upp­fært í gær, 31. mars. Rétt­hafi vefsíðunn­ar er Jón Gn­arr slf. og er hún skráð á heim­il­is­fang Jóns á Marargötu í Reykja­vík.

Skjáskot sem tekið var af jongnarr.is áður en hún var tekin niður síðdegis í dag.Skjáskot

Samkvæmt mbl sem greindu fyrst frá uppfærslu síðunnar blasti tímabundið við snið að framboðssíðu fyrir Jack Well til borgarstjóra. Sniðið er sennilega eitt af mörgum sem hægt er að kaupa til að byggja ofan í.

Í frétt mbl sagði einnig að á síðunni hefði staðið „Kjós­um Jón - Jón Gn­arr 2024“ en það er ekki að sjá af skjáskoti af síðunni.

Í morgun greindi Vísir frá því að nýlega væri búið að stofna lénin hallahrund.is og katrinjakobs.is en þær hafa einnig báðar verið orðaðar við framboð til forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×