Hvar eru kjarasamningar öryrkja? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. apríl 2024 09:15 Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun