Brys er 61 árs gamall Belgi sem var síðast þjálfari OH Leuven og var þar meðal annars þjálfari íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar. Hann lét af störfum hjá Leuven á síðasta ári, en hefur nú tekið við þjálfun kamerúnska karlalandsliðsins af fyrrum leikmanni Liverpool og West Ham, Rigobert Song.
Þrátt fyrir að kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu sé nú komið með nýjan þjálfara virðist knattspyrnusamband landsins ekki hafa vitað af því að ráðningin væri yfirvofandi. Sambandið segir að ákvörðunin hafi verið tekin einhliða.
„Kamerúnska knattspyrnusambandið frétti, á sama tíma og aðrir Kamerúnar, af ráðningu í ábyrgðarstaf innan karlalandsliðsins í fótbolta,“ segir í yfirlýsingu sambandsins á samfélagsmiðlum.
Knattspyrnusambandið bætir einnig við að það ætli sér að „varpa ljósi á þessa sorglega ástand“ og að það muni tafarlaust hafa samband við viðeigandi aðila.