„Ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 11:30 Síðasta tímabil var langt og strangt hjá Breiðabliki. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir forsendur fyrir góðu gengi hjá Breiðabliki í Bestu deild karla í sumar. Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast