Bíður enn svara frá Bankasýslunni og áformar að leggja hana niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2024 20:01 Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar á enn eftir að gefa skýringar á aðkomu stofnunarinnar að kaupum Landsbankans á TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra væntir svara í næstu viku. Hún segir að enn sé áformað að leggja stofnunina niður. Vísir Fjármála-og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi í höndum Bankasýslu ríkisins, aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir kaupin. Hún væntir skýringa frá Bankasýslunni á aðkomu stofnunarinnar að kaupunum í næstu viku. Þá standi enn til að leggja Bankasýsluna niður. Forstjóri Bankasýslunnar skýrði fjármálaráðherra frá því í síðasta mánuði að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Nokkrum dögum síðar sendi bankaráð Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að bankasýslunni hefði vel verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á félaginu. Væntir svara í næstu viku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra átti svo fund með Bankasýslunni í síðustu viku vegna málsins. Enn er beðið skýringa frá stofnuninni, „Við bara fórum yfir stöðu málsins á fundinum en þau eru enn með málið hjá sér. Ég býst við svörum frá þeim í málinu í næstu viku. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Þórdís um fundinn. Aðspurð um hvort hún sé sátt við skýringar Landsbankans í málinu svara Þórdís: „Ég ætla bara að fara í gegnum þetta mál í réttri röð. Það er gert ráð fyrir að bankaráðið svari til Bankasýslunnar og sú stofnun er núna með málið hjá sér,“ segir Þórdís. Fjármálaráðherra lýsti sig andsnúna kaupum Landsbankans á TM þegar greint var frá þeim í síðasta mánuði. Hún myndi ekki samþykkja kaupin nema söluferli Landsbankans hæfist samhliða. Aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Tm svara Þórdís: „Nei nú er málið bara hjá Bankasýslunni og ég leyfi því bara að hafa sinn gang.“ Enn á dagskrá að leggja Bankasýsluna niður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Þórdís segir það enn á döfinni. „Það var rætt ekki af minni hálfu en annarra að það ætti að leggja niður Bankasýsluna á sínum tíma. Það þarf að forma eitthvað fyrirkomulag í staðinn. Það er ennþá á dagskrá og við skulum bara sjá hvernig það spilast,“ segir Þórdís. Uppfært: Í samtali við fréttastofu segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdísi aldrei hafa sagst ekki ætla að stöðva kaup Landsbankans á TM, þrátt fyrir að hafa svarað spurningu fréttamanns neitandi. Svar hennar við spurningunni væri einungis það að málið lægi hjá Bankasýslunni og hún leyfi því að hafa sinn gang. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Forstjóri Bankasýslunnar skýrði fjármálaráðherra frá því í síðasta mánuði að stofnuninni hefði verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Nokkrum dögum síðar sendi bankaráð Landsbankans frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að bankasýslunni hefði vel verið upplýst um fyrirhuguð kaup bankans á félaginu. Væntir svara í næstu viku Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála-og efnahagsráðherra átti svo fund með Bankasýslunni í síðustu viku vegna málsins. Enn er beðið skýringa frá stofnuninni, „Við bara fórum yfir stöðu málsins á fundinum en þau eru enn með málið hjá sér. Ég býst við svörum frá þeim í málinu í næstu viku. Það skýrist á næstu dögum,“ segir Þórdís um fundinn. Aðspurð um hvort hún sé sátt við skýringar Landsbankans í málinu svara Þórdís: „Ég ætla bara að fara í gegnum þetta mál í réttri röð. Það er gert ráð fyrir að bankaráðið svari til Bankasýslunnar og sú stofnun er núna með málið hjá sér,“ segir Þórdís. Fjármálaráðherra lýsti sig andsnúna kaupum Landsbankans á TM þegar greint var frá þeim í síðasta mánuði. Hún myndi ekki samþykkja kaupin nema söluferli Landsbankans hæfist samhliða. Aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir að Landsbankinn kaupi Tm svara Þórdís: „Nei nú er málið bara hjá Bankasýslunni og ég leyfi því bara að hafa sinn gang.“ Enn á dagskrá að leggja Bankasýsluna niður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Þórdís segir það enn á döfinni. „Það var rætt ekki af minni hálfu en annarra að það ætti að leggja niður Bankasýsluna á sínum tíma. Það þarf að forma eitthvað fyrirkomulag í staðinn. Það er ennþá á dagskrá og við skulum bara sjá hvernig það spilast,“ segir Þórdís. Uppfært: Í samtali við fréttastofu segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdísi aldrei hafa sagst ekki ætla að stöðva kaup Landsbankans á TM, þrátt fyrir að hafa svarað spurningu fréttamanns neitandi. Svar hennar við spurningunni væri einungis það að málið lægi hjá Bankasýslunni og hún leyfi því að hafa sinn gang.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira