Kóngur og drottning komu bæði frá Íslandi: Framtíð CrossFit á Íslandi björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 08:30 Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru hraustustu táningarnir á Mallorca um síðustu helgi. @theprogrmcrown Ísland vann tvöfaldan sigur í krúnukeppni krakkanna á Mallorca á Spáni þar sem komu saman efnilegustu CrossFit krakkar Evrópu. The Crown keppnin var sett á laggirnar árið 2023 af John Christian Singleton hjá The Program og þar mætast bestu CrossFit táningar víðs vegar að úr heiminum. Sex strákar og sex stelpum var boðið til Mallorca á Spáni þar sem þau héldu til í sama húsi og keppti í hinum ýmsu þrautum á svæðinu. Þessar framtíðarstjörnur íþróttarinnar fengu þarna frábært tækifæri til að kynnast vel og þetta var því einstök upplifun fyrir þau. Ísland átti þrjá keppendur af tíu og bæði gullverðlaunin í keppninni fóru til Íslands. Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru nefnilega hraustustu táningarnir á eyjunni í þetta skiptið. Þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, endaði í fjórða sætinu. Bergrós hélt upp á sautján ára afmælið sitt í febrúar en hinn nítján ára gamli Bjarni verður tvítugur í næsta mánuði. Bergrós og Bjarni höfðu auðvitað minnt á sig í aðdraganda mótsins enda urðu þau bæði Íslandsmeistarar í opnum flokki í CrossFit í vetur. Bergrós varð líka efst í flokki sextán til sautján ára stelpna í heiminum í opna hluta undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bæði unnu þau Bergrós og Bjarni fimm greinar af tíu. Bjarni endaði með 19 stig þar sem markmiðið er að vera með sem fæst stig. Bjarni vann titilinn með sjö stiga mun en í öðru sæti varð heimamaðurinn Marti Pla frá Spáni en þriðja sætið tók Hugo Jansson frá Svíþjóð. Bergrós endaði með 22 stig en hún varð átta stigum á undan Hannah Wendt frá Bretlandi sem endaði í öðru sætinu. Þriðja varð síðan Marie Rognstad frá Noregi. Bergrós varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur. Hún endaði í fimmta sætinu í sundinu og í fjórða sætinu í úthlaupinu. Kannski sund og hlaup á dagskrá á næstunni. Hver veit? Hreinræktuðu CrossFit greinarnar komu aftur á móti mjög vel út hjá henni. Sundið var líka lélegasta greinin hjá Bjarna en hann varð í fyrsta eða öðru sæti í sjö af níu greinum sem er mögnuð frammistaða. Það er ljóst á þessu að við Íslendingar erum að eignast nýjar ungar CrossFit stjörnur sem verður fróðlegt að fylgjast með í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Það væri gaman að sjá þau komast alla leið í undanúrslitin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2Hznek8zd4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
The Crown keppnin var sett á laggirnar árið 2023 af John Christian Singleton hjá The Program og þar mætast bestu CrossFit táningar víðs vegar að úr heiminum. Sex strákar og sex stelpum var boðið til Mallorca á Spáni þar sem þau héldu til í sama húsi og keppti í hinum ýmsu þrautum á svæðinu. Þessar framtíðarstjörnur íþróttarinnar fengu þarna frábært tækifæri til að kynnast vel og þetta var því einstök upplifun fyrir þau. Ísland átti þrjá keppendur af tíu og bæði gullverðlaunin í keppninni fóru til Íslands. Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru nefnilega hraustustu táningarnir á eyjunni í þetta skiptið. Þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, endaði í fjórða sætinu. Bergrós hélt upp á sautján ára afmælið sitt í febrúar en hinn nítján ára gamli Bjarni verður tvítugur í næsta mánuði. Bergrós og Bjarni höfðu auðvitað minnt á sig í aðdraganda mótsins enda urðu þau bæði Íslandsmeistarar í opnum flokki í CrossFit í vetur. Bergrós varð líka efst í flokki sextán til sautján ára stelpna í heiminum í opna hluta undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bæði unnu þau Bergrós og Bjarni fimm greinar af tíu. Bjarni endaði með 19 stig þar sem markmiðið er að vera með sem fæst stig. Bjarni vann titilinn með sjö stiga mun en í öðru sæti varð heimamaðurinn Marti Pla frá Spáni en þriðja sætið tók Hugo Jansson frá Svíþjóð. Bergrós endaði með 22 stig en hún varð átta stigum á undan Hannah Wendt frá Bretlandi sem endaði í öðru sætinu. Þriðja varð síðan Marie Rognstad frá Noregi. Bergrós varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur. Hún endaði í fimmta sætinu í sundinu og í fjórða sætinu í úthlaupinu. Kannski sund og hlaup á dagskrá á næstunni. Hver veit? Hreinræktuðu CrossFit greinarnar komu aftur á móti mjög vel út hjá henni. Sundið var líka lélegasta greinin hjá Bjarna en hann varð í fyrsta eða öðru sæti í sjö af níu greinum sem er mögnuð frammistaða. Það er ljóst á þessu að við Íslendingar erum að eignast nýjar ungar CrossFit stjörnur sem verður fróðlegt að fylgjast með í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Það væri gaman að sjá þau komast alla leið í undanúrslitin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2Hznek8zd4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira