„Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2024 09:31 Víkingar fagna sigrinum á Valsmönnum í Meistarakeppni KSÍ 1. apríl. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. Víkingi er spáð 2. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Víkingar eiga titil að verja, bæði í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum, eftir sannkallað draumatímabil í fyrra. En er einhver ástæða fyrir því að Víkingur ætti að gefa eftir í sumar? „Jájá, það er alveg hægt að finna þær ef þú vilt leita að þeim. En það er líka alveg ástæða til að halda að þeir séu bara að fara að bæta í og gefa enn meira í en í fyrra. Það er spennandi tímabil hjá þeim framundan varðandi Evrópukeppnina. Ég held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra í þetta tækifæri í Evrópukeppninni,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé engin ástæða til annars en að þeir fylgi eftir síðasta tímabili og haldi áfram að bæta ofan á.“ Baldur Sigurðsson veltir fyrir sér hvort einbeiting Víkinga verði meiri á Evrópukeppninni í sumar en síðustu ár. „Það er galið að ætla að vera eitthvað sniðugur núna og fara að segja annað en að þeir ætli að fara að taka titilinn aftur. En þetta getur gerst. Við sáum þetta gerast hjá Blikunum í fyrra,“ sagði Baldur. „Þegar þú hefur Evrópukeppnina, sem er nánast á sama stalli og Íslandsmeistaratitilinn, ef það kemur eitthvað mótlæti í kringum hana mun það sama gerast og hjá Blikunum síðasta sumar; þá taka þeir allan fókus af deildinni og setja allan kraft í Evrópukeppnina. Maður sér að þarna er möguleiki á veikleika hjá Víkingum gagnvart deildinni.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Besta sætið Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Víkingi er spáð 2. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Víkingar eiga titil að verja, bæði í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum, eftir sannkallað draumatímabil í fyrra. En er einhver ástæða fyrir því að Víkingur ætti að gefa eftir í sumar? „Jájá, það er alveg hægt að finna þær ef þú vilt leita að þeim. En það er líka alveg ástæða til að halda að þeir séu bara að fara að bæta í og gefa enn meira í en í fyrra. Það er spennandi tímabil hjá þeim framundan varðandi Evrópukeppnina. Ég held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra í þetta tækifæri í Evrópukeppninni,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé engin ástæða til annars en að þeir fylgi eftir síðasta tímabili og haldi áfram að bæta ofan á.“ Baldur Sigurðsson veltir fyrir sér hvort einbeiting Víkinga verði meiri á Evrópukeppninni í sumar en síðustu ár. „Það er galið að ætla að vera eitthvað sniðugur núna og fara að segja annað en að þeir ætli að fara að taka titilinn aftur. En þetta getur gerst. Við sáum þetta gerast hjá Blikunum í fyrra,“ sagði Baldur. „Þegar þú hefur Evrópukeppnina, sem er nánast á sama stalli og Íslandsmeistaratitilinn, ef það kemur eitthvað mótlæti í kringum hana mun það sama gerast og hjá Blikunum síðasta sumar; þá taka þeir allan fókus af deildinni og setja allan kraft í Evrópukeppnina. Maður sér að þarna er möguleiki á veikleika hjá Víkingum gagnvart deildinni.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Besta sætið Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira