Sviplegt fráfall eiginkonunnar breytti öllu Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 23:30 Rio Ferdinand á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður. En sama ár og skórnir fóru upp á hillu varð hann fyrir áfalli er eiginkona hans lét lífið. Vísir/Getty Sviplegt andlát eiginkonu fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmannsins í knattspyrnu, Rio Ferdinand, varð til þess að hann þurfti að íhuga framtíð sína upp á nýtt. Hliðra draumi sínum til þess að vera til staðar, alltaf, fyrir börn þeirra hjóna. Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan: Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira
Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan:
Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira