Óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 23:39 Kona slasaðist nokkuð alvarlega í snjóflóði af mannavöldum á páskadag. Vísir/Jóhann Það hefur verið óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum síðustu daga. Um páskana og fyrir páska snjóaði mikið og blés í hvössum norðaustanáttum með þeim afleiðingum að mikill snjór safnaðist til fjalla. Vindflekar hafa byggst upp í flestum viðhorfum og veikleikar þróast innan snjóþekjunnar. „Náttúruleg snjóflóðavirkni var mikil á meðan á veðrinu stóð og eftir að því slotaði hafa allnokkur snjóflóð fallið af mannavöldum,“ kemur fram í færslunni. Þar kemur einnig fram að þessi fjöldi flóða af mannavöldum teljist óvenjulegur og því rétt að leggja áherslu á að fjallafólk, hvort sem það er á skíðum, gangandi eða á vélsleða, gæti hinnar ýtrustu varúðar. „Jafnframt er ráðlagt að forðast eftir fremsta megni brattar brekkur og huga sérstaklega vel að leiðarvali, forðast gil, brúnir og aðrar landslagsgildrur, lesa snjóflóðaspá og fylgjast með snjóflóðavirkni á svæðinu. Enn er talin mikil hætta á því að fólk setji af stað snjóflóð á Norðurlandi og Austfjörðum og mildi að ekki fór verr í snjóflóðaatvikum síðustu daga.“ Kona slasaðist töluvert Síðustu vikuna hefur Veðurstofunni borist fregnir af átta snjóflóðum af mannavöldum. Meðal annars á páskadegi þegar skíðahópur lenti í slíku í Dalsmynni. Kona slasaðist töluvert á fæti þar sem flóðið dró hana með sér í gegnum kjarrlendi. Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins. Í gær grófust einnig fjórir í tveimur snjóflóðum í nágrenni Húsavíkur annars vegar og hins vegar í Ólafsfirði. Björgun gekk þó vel í báðum tilfellum og hlaut enginn alvarleg sár. „Fólk er hvatt til þess að deila upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega þegar þau eru af mannavöldum, en þau gefa mikilvægar vísbendingar um stöðugleika snjóþekjunnar og hjálpa okkur á snjóflóðavaktinni við að meta aðstæður og skrifa betri snjóflóðaspár. Hér er hægt að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is.“ Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Náttúruleg snjóflóðavirkni var mikil á meðan á veðrinu stóð og eftir að því slotaði hafa allnokkur snjóflóð fallið af mannavöldum,“ kemur fram í færslunni. Þar kemur einnig fram að þessi fjöldi flóða af mannavöldum teljist óvenjulegur og því rétt að leggja áherslu á að fjallafólk, hvort sem það er á skíðum, gangandi eða á vélsleða, gæti hinnar ýtrustu varúðar. „Jafnframt er ráðlagt að forðast eftir fremsta megni brattar brekkur og huga sérstaklega vel að leiðarvali, forðast gil, brúnir og aðrar landslagsgildrur, lesa snjóflóðaspá og fylgjast með snjóflóðavirkni á svæðinu. Enn er talin mikil hætta á því að fólk setji af stað snjóflóð á Norðurlandi og Austfjörðum og mildi að ekki fór verr í snjóflóðaatvikum síðustu daga.“ Kona slasaðist töluvert Síðustu vikuna hefur Veðurstofunni borist fregnir af átta snjóflóðum af mannavöldum. Meðal annars á páskadegi þegar skíðahópur lenti í slíku í Dalsmynni. Kona slasaðist töluvert á fæti þar sem flóðið dró hana með sér í gegnum kjarrlendi. Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins. Í gær grófust einnig fjórir í tveimur snjóflóðum í nágrenni Húsavíkur annars vegar og hins vegar í Ólafsfirði. Björgun gekk þó vel í báðum tilfellum og hlaut enginn alvarleg sár. „Fólk er hvatt til þess að deila upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega þegar þau eru af mannavöldum, en þau gefa mikilvægar vísbendingar um stöðugleika snjóþekjunnar og hjálpa okkur á snjóflóðavaktinni við að meta aðstæður og skrifa betri snjóflóðaspár. Hér er hægt að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is.“
Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira