Sóðalegum skilaboðum rignir yfir breska þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 09:53 William Wragg er nokkuð háttsettur þingmaður Íhaldsflokksins en hann segist miður sín eftir að hann sendi símanúmer þingmanna, starfsmanna þingsins og blaðamanna til ókunnugs manns á Grindr. Getty/Johnathan Nicholson Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila. Wragg átti í samskiptum við mann á Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum. Eftir að Wragg sendi manninum viðkvæmar myndir af sér, sendi hann manninum einnig símanúmer annarra þingmanna, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Þetta fólk hefur svo í kjölfarið fengið óumbeðin daðursleg skilaboð frá aðilum sem kynna sig sem annað hvort Charlie eða Abi, samkvæmt frétt Times (Áskriftarvefur). Í samtali við Times sagði Wragg að hann hafi átt í samskiptum við manninn á Grindr og þeir hafi skipst á myndum. Í kjölfarið hafi þeir ætlað að hittast en ekki hafi orðið af því. Í kjölfarið hafi maðurinn farið að biðja hann um símanúmer þingmanna og Wragg segist hafa verið óttasleginn vegna myndanna sem hann hafði sent. „Ég hef sært fólk með því að vera duglaus. Ég var hræddur. Ég var lafhræddur. Ég er miður mín yfir því að máttleysi mitt hafi komið niður á öðru fólki,“ sagði Wragg. Gareth Davies, fjármálaráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, var í viðtali á Sky News í morgun en þar vildi hann ekki segja hvort refsa ætti Wragg innan flokksins vegna málsins og sagði að hann hefði beðist afsökunar. 'Should William Wragg lose the whip for giving the personal phone numbers of fellow MPs to someone he met on a dating app?' - @AnnaJonesSky"William Wragg has rightfully apologised for the action that he took." - @GarethDavies_MPhttps://t.co/SMhAQLNgOi Sky 501, YouTube pic.twitter.com/qyx7xKUYHy— Sky News (@SkyNews) April 5, 2024 Politico sagði frá því í vikunni að minnst sex þingmenn, starfsmenn þeirra og blaðamenn hefðu fengið skilaboð frá ókunnugum aðilum í gegnum WhatsApp. Þessi skilaboð eru sögð hafa verið kynferðislegs eðlis og mjög keimlík. Sendandinn sagðist hafa hitt viðkomandi fyrir nokkrum árum og fylgdu skilaboðunum oft nektarmyndir. Þegar sendandinn átti að heita „Charlie“ fylgdi mynd af karlmanni. Ef hann hét „Abi“ var myndin af konu. Í frétt Politico segir að skilaboðin sem fólk fékk bendi til þess að sendandinn viti mikið um skotmörk sín. Talið er að markmiðið hafi verið að plata fólkið til að senda viðkvæmar myndir af sér og kúga þau svo í kjölfarið. Skilaboðin eru til rannnsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi. Uppfært: Fyrst stóð í fréttinni að umræddur þingmaður væri í Verkamannaflokkinum. Það er rangt og hefur verið leiðrétt. Bretland Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Wragg átti í samskiptum við mann á Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum. Eftir að Wragg sendi manninum viðkvæmar myndir af sér, sendi hann manninum einnig símanúmer annarra þingmanna, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Þetta fólk hefur svo í kjölfarið fengið óumbeðin daðursleg skilaboð frá aðilum sem kynna sig sem annað hvort Charlie eða Abi, samkvæmt frétt Times (Áskriftarvefur). Í samtali við Times sagði Wragg að hann hafi átt í samskiptum við manninn á Grindr og þeir hafi skipst á myndum. Í kjölfarið hafi þeir ætlað að hittast en ekki hafi orðið af því. Í kjölfarið hafi maðurinn farið að biðja hann um símanúmer þingmanna og Wragg segist hafa verið óttasleginn vegna myndanna sem hann hafði sent. „Ég hef sært fólk með því að vera duglaus. Ég var hræddur. Ég var lafhræddur. Ég er miður mín yfir því að máttleysi mitt hafi komið niður á öðru fólki,“ sagði Wragg. Gareth Davies, fjármálaráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, var í viðtali á Sky News í morgun en þar vildi hann ekki segja hvort refsa ætti Wragg innan flokksins vegna málsins og sagði að hann hefði beðist afsökunar. 'Should William Wragg lose the whip for giving the personal phone numbers of fellow MPs to someone he met on a dating app?' - @AnnaJonesSky"William Wragg has rightfully apologised for the action that he took." - @GarethDavies_MPhttps://t.co/SMhAQLNgOi Sky 501, YouTube pic.twitter.com/qyx7xKUYHy— Sky News (@SkyNews) April 5, 2024 Politico sagði frá því í vikunni að minnst sex þingmenn, starfsmenn þeirra og blaðamenn hefðu fengið skilaboð frá ókunnugum aðilum í gegnum WhatsApp. Þessi skilaboð eru sögð hafa verið kynferðislegs eðlis og mjög keimlík. Sendandinn sagðist hafa hitt viðkomandi fyrir nokkrum árum og fylgdu skilaboðunum oft nektarmyndir. Þegar sendandinn átti að heita „Charlie“ fylgdi mynd af karlmanni. Ef hann hét „Abi“ var myndin af konu. Í frétt Politico segir að skilaboðin sem fólk fékk bendi til þess að sendandinn viti mikið um skotmörk sín. Talið er að markmiðið hafi verið að plata fólkið til að senda viðkvæmar myndir af sér og kúga þau svo í kjölfarið. Skilaboðin eru til rannnsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi. Uppfært: Fyrst stóð í fréttinni að umræddur þingmaður væri í Verkamannaflokkinum. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.
Bretland Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira