Ein besta vinkonan í landsliðinu orðin liðsfélagi hennar í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2024 15:00 Hlín Eiríksdóttir er ánægð með undirbúningstímabilið og líka nýja íslenska liðsfélagann. Vísir/Sigurjón Landsliðsframherjinn Hlín Eiríksdóttir hefur verið í miklu stuði á undirbúningstímabilinu með Kristianstad í Svíþjóð en í dag verður hún í eldlínunni með íslenska landsliðinu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2025. Valur Páll Eiríksson hitti Hlín í aðdraganda leiksins á móti Póllandi en hann fer fram á Kópavogsvellinum í dag. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir nýtt tímabil? „Það gengur bara vel og mér finnst við vera á góðum stað. Það voru vonbrigðarúrslit í bikarkeppninni í Svíþjóð sem er eiginlega spiluð á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi samt verið mikilvægt fyrir okkur upp á lærdóm. ,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Ég held að við séum í góðu flæði sem lið.,“ sagði Hlín og hún er ánægð með að fá Guðnýju Árnadóttir sem nýjan liðsfélaga í Kristianstad. „Það er bara geggjað og alveg frábært. Í fyrsta lagi er hún ein af bestu vinkonunum mínum í landsliðinu og þetta er því ótrúlega gaman fyrir mig. Svo er hún leikmaður sem passar vel inn í okkar leikskipulag. Ég held að hún eigi eftir að nýtast okkur ótrúlega vel enda er hún búin að standa sig vel fyrstu vikurnar,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að skora mikið af mörum á undirbúningstímabilinu. Kemur hún ekki bara í fínu standi inn í þetta landsliðsverkefni? „Jú algjörlega. Mér finnst ég vera búin að eiga gott undirbúningstímabil og búin að vera í flæði allt undirbúningstímabilið. Ég er með hörkusjálfstraust og vonandi get ég tekið það með mér hingað,“ sagði Hlín. Hvernig leik er hægt að búast við á móti Póllandi? „Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur. Núna þegar við erum að spila í þessari A-deild þá eru allir leikir mjög erfiðir. Ég vonast til þess að við getum sýnt góða frammistöðu og ég held að við getum sannarlega unnið þær á góðum degi,“ sagði Hlín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hlín: Ég er með hörkusjálfstraust Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Hlín í aðdraganda leiksins á móti Póllandi en hann fer fram á Kópavogsvellinum í dag. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir nýtt tímabil? „Það gengur bara vel og mér finnst við vera á góðum stað. Það voru vonbrigðarúrslit í bikarkeppninni í Svíþjóð sem er eiginlega spiluð á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi samt verið mikilvægt fyrir okkur upp á lærdóm. ,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Ég held að við séum í góðu flæði sem lið.,“ sagði Hlín og hún er ánægð með að fá Guðnýju Árnadóttir sem nýjan liðsfélaga í Kristianstad. „Það er bara geggjað og alveg frábært. Í fyrsta lagi er hún ein af bestu vinkonunum mínum í landsliðinu og þetta er því ótrúlega gaman fyrir mig. Svo er hún leikmaður sem passar vel inn í okkar leikskipulag. Ég held að hún eigi eftir að nýtast okkur ótrúlega vel enda er hún búin að standa sig vel fyrstu vikurnar,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að skora mikið af mörum á undirbúningstímabilinu. Kemur hún ekki bara í fínu standi inn í þetta landsliðsverkefni? „Jú algjörlega. Mér finnst ég vera búin að eiga gott undirbúningstímabil og búin að vera í flæði allt undirbúningstímabilið. Ég er með hörkusjálfstraust og vonandi get ég tekið það með mér hingað,“ sagði Hlín. Hvernig leik er hægt að búast við á móti Póllandi? „Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur. Núna þegar við erum að spila í þessari A-deild þá eru allir leikir mjög erfiðir. Ég vonast til þess að við getum sýnt góða frammistöðu og ég held að við getum sannarlega unnið þær á góðum degi,“ sagði Hlín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hlín: Ég er með hörkusjálfstraust
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira