Íslensku stelpurnar mæta Pólland á eftir á Kópavogsvellinum. Þrjár detta út úr liðinu sem vann Serbíu á sama stað í síðasta mánuði.
Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og framherjarnir Bryndís Arna Níelsdóttir og Diljá Ýr Zomers koma inn í liðið en út fara markvörðurinn Telma Ívarsdóttir og framherjarnir Hlín Eiríksdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Bryndís Arna kom inn á sem varamaður í Serbíuleiknum og skoraði sigurmarkið en Fanney Birna missti af þeim leik vegna meiðsla. Diljá Ýr hefur raðað inn mörkum í belgísku deildinni.
Ingibjörg Sigurðardóttir er í byrjunarliðinu og spilar því sinn sextugasta landsleik í dag.

- Byrjunarlið Íslands í leiknum:
- Fanney Inga Birkisdóttir
- Guðrún Arnardóttir
- Glódís Perla Viggósdóttir
- Ingibjörg Sigurðardóttir
- Sædís Rún Heiðarsdóttir
- Hildur Antonsdóttir
- Alexandra Jóhannsdóttir
- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
- Diljá Ýr Zomers
- Bryndís Arna Níelsdóttir
- Sveindís Jane Jónsdóttir
