„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:37 Þorsteinn Halldórson, landsliðsþjálfari, ætlar að njóta sigursins. vísir / hulda margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. „Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira