Þær þýsku sluppu með skrekkinn í kvöld: Mæta Íslandi næst Aron Guðmundsson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Úr leik Austurríkis og Þýskalands í kvöld Vísir/Getty Þýskaland slapp heldur betur með skrekkinn gegn nágrönnum sínum í Austurríki í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin eru með Íslandi í riðli og er óhætt að segja að Þjóðverjarnir hafi lent í kröppum dansi í kvöld en höfðu þó á endanum 3-2 sigur. Þýskaland og Ísland mætast svo á þriðjudaginn kemur í uppgjöri efstu liða riðilsins. Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn. EM í Sviss 2025 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn.
EM í Sviss 2025 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira