„Okkur langaði bara í meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:42 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð vaktina í vinstri bakverðinum vel í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur að byrja sterkt og hafa þetta í okkar höndum. 3-0 og hreint lak, það er varla hægt að biðja um meira“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir, bakvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir öruggan 3-0 sigur gegn Pólverjum í kvöld. Pólska liðið náði að skapa sér færi í upphafi leiks, en Sædís segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að íslenska liðið myndi lenda í basli í kvöld. „Mér persónulega leið ekki illa og ég vissi að við myndum fá færi. Auðvitað fengu þær líka sín færi, en okkur tókst að koma boltanum í netið og það er það sem þetta snýst um. Eins og ég segir er 3-0 bara geggjað og eftir að við skorum þetta fyrsta mark fannst mér þetta engin spurning.“ Þá segir hún einnig mikilvægt fyrir íslenska liðið að hafa náð að bæta öðru markinu við strax í kjölfar þess fyrsta. „Virkilega sterkt að ná þessu inn strax eftir fyrsta markið og auðvitað gefur það okkur meira. Það er miklu betra að hafa 2-0 forystu en 1-0 forystu því það er stutt á milli í þessu. 2-0 er auðvitað það sem maður kýs.“ Sveindís Jane Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Íslands við tiltölulega snemma í seinni hálfleik og segir Sædís að það hafi endanlega drepið leikinn. „Mér fannst við í rauninni eiginlega drepa þetta bara eftir fyrsta markið og eftir annað markið hafði maður aldrei áhyggjur. En það er stutt á milli í þessu og maður þarf að vera vakandi þannig það var virkilega sterkt að ná í 3-0 heimasigur.“ Sædís segir það einnig hafa verið gott að sjá að íslenska liðið tók fótinn aldrei af bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera komið með þriggja marka forskot. „Persónulega langaði mig bara í meira. Kannski hefði maður þurft að halda betur í boltann stundum en okkur langaði bara í meira. En eins og ég segi er 3-0 bara flott.“ Hún segir sigurinn vera mikilvægt og gott veganesti inn í næsta leik liðsins, gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. „Ég held að ef að við spilum okkar leik þá eigum við séns í öll lið. Þannig að mér finnst þetta bara undir okkur komið,“ sagði Sædís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28 „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Sjá meira
Pólska liðið náði að skapa sér færi í upphafi leiks, en Sædís segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að íslenska liðið myndi lenda í basli í kvöld. „Mér persónulega leið ekki illa og ég vissi að við myndum fá færi. Auðvitað fengu þær líka sín færi, en okkur tókst að koma boltanum í netið og það er það sem þetta snýst um. Eins og ég segir er 3-0 bara geggjað og eftir að við skorum þetta fyrsta mark fannst mér þetta engin spurning.“ Þá segir hún einnig mikilvægt fyrir íslenska liðið að hafa náð að bæta öðru markinu við strax í kjölfar þess fyrsta. „Virkilega sterkt að ná þessu inn strax eftir fyrsta markið og auðvitað gefur það okkur meira. Það er miklu betra að hafa 2-0 forystu en 1-0 forystu því það er stutt á milli í þessu. 2-0 er auðvitað það sem maður kýs.“ Sveindís Jane Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Íslands við tiltölulega snemma í seinni hálfleik og segir Sædís að það hafi endanlega drepið leikinn. „Mér fannst við í rauninni eiginlega drepa þetta bara eftir fyrsta markið og eftir annað markið hafði maður aldrei áhyggjur. En það er stutt á milli í þessu og maður þarf að vera vakandi þannig það var virkilega sterkt að ná í 3-0 heimasigur.“ Sædís segir það einnig hafa verið gott að sjá að íslenska liðið tók fótinn aldrei af bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera komið með þriggja marka forskot. „Persónulega langaði mig bara í meira. Kannski hefði maður þurft að halda betur í boltann stundum en okkur langaði bara í meira. En eins og ég segi er 3-0 bara flott.“ Hún segir sigurinn vera mikilvægt og gott veganesti inn í næsta leik liðsins, gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. „Ég held að ef að við spilum okkar leik þá eigum við séns í öll lið. Þannig að mér finnst þetta bara undir okkur komið,“ sagði Sædís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28 „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Sjá meira
„Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28
„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39