Liðin tvö voru fyrir umferðina í 9. og 10. sæti deildarinnar en liðin í 5. - 8. sæti deildarinnar mætast í umspili um það hvaða lið mæta liðunum í 3. - 4. sæti í baráttu um að komast upp í Serie A.
Hvorki Birkir né Hjörtur voru í byrjunarliðum sinna liða í dag en Brescia, sem Birkir leikur með, vann öruggan sigur eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik.
Birkir Bjarnason kom inn af bekknum á 76. mínútu í stöðunni 2-0 og Hjörtur kom inn í liði Pisa mínútu síðar. Brescia bætti þriðja markinu við undir lokin og en lið Pisa minnkað muninn í blálokin. Lokatölur 3-1.
Það þýðir að Brescia er nú í 7. sæti deildarinnar og er fimm stigum á undan Pisa sem er í 10. sæti. Sex umferðir eru eftir af deildakeppni Serie B en hann henni lokinn hefst umspil.