„Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit" Sverrir Mar Smárason skrifar 6. apríl 2024 22:02 Jökull í leiknum í kvöld. Visir/ Hulda Margrét Stjarnan tapaði fyrsta leik Bestu deildarinnar í ár gegn ríkjandi meisturum í Víkingi í Fossvoginum í kvöld. Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur en þó á sama tíma sáttur með margt í leik kvöldsins. „Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið áttu sína kafla og þeir nýttu færin sín. Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit, þarf að horfa á þetta betur til þess að fá tilfinninguna fyrir því. Mér fannst þeir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og meira með boltann þó við höfum fengið betri færi. Við meira með boltann í seinni en þeir nýttu færin sín,” sagði Jökull og hélt áfram. „Mér fannst seinni hálfleikurinn alveg vera eitthvað sem hægt er að taka með og byggja á. Mér fannst koma áræðni og kraftur þegar leið á. Það var erfitt að spila á móti vindinum í fyrri hálfleik og við vorum aðeins að mikla það fyrir okkur. Það er margt sem við getum skoðað, gert betur og margt sem við gerðum vel.” Óli Valur og Guðmundur Baldvin eru báðir ungir stjörnumenn sem nýlega komu aftur heim úr atvinnumennsku. Þeir voru báðir á bekknum í dag. „Óli er búinn að vera meiddur og er að koma til baka. Það er ekki langt síðan þeir komu svo þeir eru bara að komast inn í hlutina. Við vorum með þokkalega stóra hóp í fyrra og það voru oft leikmenn utan hóps sem gætu byrjað og það er eins núna. Við munum breyta liðinu ansi oft og viljum geta það,” sagði Jökull. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KR næstkomandi fötsudag. Þetta er farið af stað. „Þetta er bara skemmtilegt. Gaman að rýna í þennan leik og gera hann upp. Nýta svo vikuna í að undirbúa næsta leik,” sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
„Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið áttu sína kafla og þeir nýttu færin sín. Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit, þarf að horfa á þetta betur til þess að fá tilfinninguna fyrir því. Mér fannst þeir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og meira með boltann þó við höfum fengið betri færi. Við meira með boltann í seinni en þeir nýttu færin sín,” sagði Jökull og hélt áfram. „Mér fannst seinni hálfleikurinn alveg vera eitthvað sem hægt er að taka með og byggja á. Mér fannst koma áræðni og kraftur þegar leið á. Það var erfitt að spila á móti vindinum í fyrri hálfleik og við vorum aðeins að mikla það fyrir okkur. Það er margt sem við getum skoðað, gert betur og margt sem við gerðum vel.” Óli Valur og Guðmundur Baldvin eru báðir ungir stjörnumenn sem nýlega komu aftur heim úr atvinnumennsku. Þeir voru báðir á bekknum í dag. „Óli er búinn að vera meiddur og er að koma til baka. Það er ekki langt síðan þeir komu svo þeir eru bara að komast inn í hlutina. Við vorum með þokkalega stóra hóp í fyrra og það voru oft leikmenn utan hóps sem gætu byrjað og það er eins núna. Við munum breyta liðinu ansi oft og viljum geta það,” sagði Jökull. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KR næstkomandi fötsudag. Þetta er farið af stað. „Þetta er bara skemmtilegt. Gaman að rýna í þennan leik og gera hann upp. Nýta svo vikuna í að undirbúa næsta leik,” sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13