Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 12:10 Katrín segir afsögn sína veita Vinstri grænum svigrúm til breytinga. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. Klippa: Forsætisráðherra sáttur við að hætta í stjórnmálum Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í dag var Katrín spurð út í það hvort hún gengi sátt úr ríkisstjórninni og hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Flokkurinn væri jafnvel að mælast úti af þingi og útlit fyrir það að hún sjálf næði ekki einu sinni sæti miðað við nýjustu skoðanakannanir. „Flokkurinn hefur oft og iðulega sveiflast í skoðanakönnunum. Hann var líka á leiðinni út af þingi þegar ég tók við sem formaður. Þannig það eru ekki skoðanakannanirnar sem ráða för í þessu,“ segir Katrín. „Ég held hins vegar að þetta sé heilmikið tækifæri fyrir minn flokk að fá svigrúm til að gera ákveðnar breytingar. Ég trúi því að það verði ákveðið heillaspor fyrir VG,“ bætir hún við. Telur sig hafa gert sitt besta í erfiðum aðstæðum Hún segir að í stjórnmálum komi aldrei sá dagur að maður geti sagst hafa afrekað allt sem maður ætlaði sér. Katrín segist samt sem áður vera ánægð með tíð sína í embættinu. „Ég horfi tilbaka og tel að ég hafi gert mitt besta í oft mjög erfiðum aðstæuðum. Og það er tilfinning sem ég er mjög sátt við,“ segir Katrín. Aðspurð um hverju hún væri stoltust af á embættistíð sinni talaði hún um viðbrögð Íslands við heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ég ætla að segja það, út af því að ég nefndi hér heimsfaraldur. Þó að það hafi nú ekki verið umbeðið verkefni. Sannanlega ekki. Þá held ég að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkur öllum hvernig við tókumst á við það verkefni sameiginlega. Bæði út frá því að vernda líf og heilsu fólks og líka verja samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín. Hvað syrgirðu mest? „Ég er nú bara þeirrar gerðar að ég er ekki kona eftirsjár. Það eru alltaf verkefni, þeim er aldrei lokið. En það hefur lítið upp á sig að vera að sjá eftir því.“ Enginn ómissandi í stjórnmálum Tal barst að gagnrýni grasrótar Vinstri grænna á starf flokksins síðustu ár. Grasrótin hafi yfirgefið flokkinn og vinstri prinsippin ekki haldið, segir Kristján. Katrín segir hins vegar allar ákvarðanir flokksins hafa verið teknar í samráði við grasrótina. „Stjórnmálahreyfingar eru fólkið sem í þeim er. Þær taka sínar ákvarðanir og allar okkar ákvarðanir hafa verið teknar með aðkomu grasrótarinnar. Það er auðvitað hennar að ákveða hvert skuli halda,“ segir hún. „Það er náttúrlega þannig að enginn er ómissandi í stjórnmálum frekar en í nokkru öðru. Það er ágætt að horfast í augu við það. Ég held að bæði Alþingi, ríkisstjórn og mín stjórnmálahreyfing geti lifað góðu lífi þó að ég sé ekki þar.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Klippa: Forsætisráðherra sáttur við að hætta í stjórnmálum Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í dag var Katrín spurð út í það hvort hún gengi sátt úr ríkisstjórninni og hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Flokkurinn væri jafnvel að mælast úti af þingi og útlit fyrir það að hún sjálf næði ekki einu sinni sæti miðað við nýjustu skoðanakannanir. „Flokkurinn hefur oft og iðulega sveiflast í skoðanakönnunum. Hann var líka á leiðinni út af þingi þegar ég tók við sem formaður. Þannig það eru ekki skoðanakannanirnar sem ráða för í þessu,“ segir Katrín. „Ég held hins vegar að þetta sé heilmikið tækifæri fyrir minn flokk að fá svigrúm til að gera ákveðnar breytingar. Ég trúi því að það verði ákveðið heillaspor fyrir VG,“ bætir hún við. Telur sig hafa gert sitt besta í erfiðum aðstæðum Hún segir að í stjórnmálum komi aldrei sá dagur að maður geti sagst hafa afrekað allt sem maður ætlaði sér. Katrín segist samt sem áður vera ánægð með tíð sína í embættinu. „Ég horfi tilbaka og tel að ég hafi gert mitt besta í oft mjög erfiðum aðstæuðum. Og það er tilfinning sem ég er mjög sátt við,“ segir Katrín. Aðspurð um hverju hún væri stoltust af á embættistíð sinni talaði hún um viðbrögð Íslands við heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ég ætla að segja það, út af því að ég nefndi hér heimsfaraldur. Þó að það hafi nú ekki verið umbeðið verkefni. Sannanlega ekki. Þá held ég að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkur öllum hvernig við tókumst á við það verkefni sameiginlega. Bæði út frá því að vernda líf og heilsu fólks og líka verja samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín. Hvað syrgirðu mest? „Ég er nú bara þeirrar gerðar að ég er ekki kona eftirsjár. Það eru alltaf verkefni, þeim er aldrei lokið. En það hefur lítið upp á sig að vera að sjá eftir því.“ Enginn ómissandi í stjórnmálum Tal barst að gagnrýni grasrótar Vinstri grænna á starf flokksins síðustu ár. Grasrótin hafi yfirgefið flokkinn og vinstri prinsippin ekki haldið, segir Kristján. Katrín segir hins vegar allar ákvarðanir flokksins hafa verið teknar í samráði við grasrótina. „Stjórnmálahreyfingar eru fólkið sem í þeim er. Þær taka sínar ákvarðanir og allar okkar ákvarðanir hafa verið teknar með aðkomu grasrótarinnar. Það er auðvitað hennar að ákveða hvert skuli halda,“ segir hún. „Það er náttúrlega þannig að enginn er ómissandi í stjórnmálum frekar en í nokkru öðru. Það er ágætt að horfast í augu við það. Ég held að bæði Alþingi, ríkisstjórn og mín stjórnmálahreyfing geti lifað góðu lífi þó að ég sé ekki þar.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37
Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34