Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 17:01 Búið er að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík um klukkustund um helgar og misvel hefur verið tekið í það. Vísir/Samsett Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“ Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“
Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?