Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 17:01 Búið er að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík um klukkustund um helgar og misvel hefur verið tekið í það. Vísir/Samsett Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“ Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“
Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira