Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Genoa gegn Verona og hann átti sannarlega eftir að hafa áhrif á leikinn.
Heimamenn í Verona komust yfir með marki strax á áttundu mínútu áður en Caleb Ekuban jafnaði metin fyrir gestina á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.
Albert kom Genoa svo í forystu með marki á 58. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Genoa sem hafði gert jafntefli í síðustu tveimur deildarleikjum sínum og tapað síðustu tveimur á undan því.
Genoa er nú með 38 stig í 12. sæti deildarinnar eftir 31 leik. Verona situr hins vegar í 17. sæti með 27 stigt, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.