Maðurinn sem hljóp þvert yfir alla Afríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. apríl 2024 18:35 Þegar kappinn Russ Cook komst lokst í mark, á nyrsta odda Afríku, í Túnis. X Bretinn Russ Cook lauk því ótrúlega afreki í dag að hlaupa þvert yfir alla Afríku. Það gerði hann á 352 dögum í þágu góðgerðarstarfs. Russ Cook, sem kallar sig „Hardest geezer“ á samfélagsmiðlum hóf hlaup sitt í Suður Afríku, á syðsta punkti Afríkuálfu og lauk því á þeim nyrsta í Túnis í dag. Á meðan þrekrauninni stóð var Russ duglegur við að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum frá því hver staðan á hlaupinu væri, en ekki síður staðan á honum sjálfum. Á leiðinni varð Russ fyrir alls kyns hrakföllum, eins og við mátti búast, svo sem veikindum, meiðslum og ráni. Hér að neðan má sjá skrautlega útsendingu Sky News frá því þegar Russ Cook kom í mark við strendur Túnis. Fjölmargir höfðu safnast saman til að taka á móti kappanum. BREAKING: 'Hardest Geezer' Russ Cook successfully runs the length of Africa https://t.co/wZzWN4sB1I@hardestgeezer📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ljcWndyKhQ— Sky News (@SkyNews) April 7, 2024 Dæmi um myndband þar sem Russ Cook gefur fylgjendum sínum stöðuuppfærlsu á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan. Day 348 of running the entire length of Africa. 4 more days to go🫡 pic.twitter.com/PWOOQT0hN7— Russ Cook (@hardestgeezer) April 3, 2024 Russ Cook segir að með hlaupinu hafi ætlunin verið að geta horft til baka á ævina án eftirsjár. Árin fyrir hlaup glímdi Russ við andleg veikindi, spilafíkn og óreglu. Tími var kominn til að snúa blaðinu við. Eins og áður segir hljóp Russ frá Suður-Afríku alla leið til Túnis, og fór í gegnum sextán lönd á leiðinni. Upprunalega planið var að hlaupa suður frá Túnis, en þau plön fóru í súginn vegna vegabréfavesens í Alsír. Til stóð að hlaupa 360 maraþon á 240 dögum. Á síðustu stundu breyttust plönin: hann skyldi hlaupa frá syðsta enda Suður-Afríku og þaðan í gegnum Afríkulöndin í vesturhluta álfunnar. Að endingu lauk hann maraþonunum 360 á 352 dögum. Hvorki meira né minna en nítján milljónir skrefa þarf til þess að skrefa alla Afríku. Ýmislegt varð á vegi jaxlsins, þar á meðal vopnað rán í Namibíu. Vegabréfi, myndavélum, símum, pening og visa-áritunum var stolið þann 24. júní á síðasta ári. Heilsan var ekki alltaf upp á sitt besta; þrálátur bakverkur gerði snemma vart við sig, auk magapesta sem gerði það að verkum að Russ þurfti að minnka hraðann á hlaupinu. Hann gafst þó aldrei upp og í dag lauk þessu þrekvirki á nyrsta odda Afríku. Fjöldinn allur af hlaupurum hlupu síðasta spölinn með Russ og breska pönkhljómsveitin Soft Play, áður Slaves, er mætt til að halda fjörinu uppi í kvöld. Óhætt er að mæla með X aðgangi Russ Cook þar sem hann hefur deilt efni frá hlaupinu mikla. Hlaup Bretland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Russ Cook, sem kallar sig „Hardest geezer“ á samfélagsmiðlum hóf hlaup sitt í Suður Afríku, á syðsta punkti Afríkuálfu og lauk því á þeim nyrsta í Túnis í dag. Á meðan þrekrauninni stóð var Russ duglegur við að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum frá því hver staðan á hlaupinu væri, en ekki síður staðan á honum sjálfum. Á leiðinni varð Russ fyrir alls kyns hrakföllum, eins og við mátti búast, svo sem veikindum, meiðslum og ráni. Hér að neðan má sjá skrautlega útsendingu Sky News frá því þegar Russ Cook kom í mark við strendur Túnis. Fjölmargir höfðu safnast saman til að taka á móti kappanum. BREAKING: 'Hardest Geezer' Russ Cook successfully runs the length of Africa https://t.co/wZzWN4sB1I@hardestgeezer📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ljcWndyKhQ— Sky News (@SkyNews) April 7, 2024 Dæmi um myndband þar sem Russ Cook gefur fylgjendum sínum stöðuuppfærlsu á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan. Day 348 of running the entire length of Africa. 4 more days to go🫡 pic.twitter.com/PWOOQT0hN7— Russ Cook (@hardestgeezer) April 3, 2024 Russ Cook segir að með hlaupinu hafi ætlunin verið að geta horft til baka á ævina án eftirsjár. Árin fyrir hlaup glímdi Russ við andleg veikindi, spilafíkn og óreglu. Tími var kominn til að snúa blaðinu við. Eins og áður segir hljóp Russ frá Suður-Afríku alla leið til Túnis, og fór í gegnum sextán lönd á leiðinni. Upprunalega planið var að hlaupa suður frá Túnis, en þau plön fóru í súginn vegna vegabréfavesens í Alsír. Til stóð að hlaupa 360 maraþon á 240 dögum. Á síðustu stundu breyttust plönin: hann skyldi hlaupa frá syðsta enda Suður-Afríku og þaðan í gegnum Afríkulöndin í vesturhluta álfunnar. Að endingu lauk hann maraþonunum 360 á 352 dögum. Hvorki meira né minna en nítján milljónir skrefa þarf til þess að skrefa alla Afríku. Ýmislegt varð á vegi jaxlsins, þar á meðal vopnað rán í Namibíu. Vegabréfi, myndavélum, símum, pening og visa-áritunum var stolið þann 24. júní á síðasta ári. Heilsan var ekki alltaf upp á sitt besta; þrálátur bakverkur gerði snemma vart við sig, auk magapesta sem gerði það að verkum að Russ þurfti að minnka hraðann á hlaupinu. Hann gafst þó aldrei upp og í dag lauk þessu þrekvirki á nyrsta odda Afríku. Fjöldinn allur af hlaupurum hlupu síðasta spölinn með Russ og breska pönkhljómsveitin Soft Play, áður Slaves, er mætt til að halda fjörinu uppi í kvöld. Óhætt er að mæla með X aðgangi Russ Cook þar sem hann hefur deilt efni frá hlaupinu mikla.
Hlaup Bretland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira