Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2024 13:41 Baráttan um Bessastaði með augum skopteiknarans og bridge-snillingsins Aðalsteins Jörgensen. Aðalsteinn Jörgensen Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. „Ég hef verði að dúllast í þessu að gamni mínu, myndir af spilurum og fjölskyldu og ég fór að leika mér að þessu í morgun,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Hann segist vera búinn að gera upp hug sinn, hvað hann kýs en það sé nú bara fyrir hann að vita. Aðalsteinn notar teikniforrit og svo hefur gervigreindin komið inn sem gerir þetta allt miklu þægilegra. En hann verður að vita hvað hann vill og hvað hann er að gera. „Ég byrjaði á að svæla út mynd af Bessastöðum, breyti þeirri ljósmynd í teiknaða mynd,“ segir Aðalsteinn og lýsir því að andlitin sem hann finnur á netinu séu misjafnlega skýr. Og stundum þarf hann að draga þau í gegnum teikniforrit. Aðalsteinn Jörgensen dundar sér við að teikna í frístundum og hann náði að kjarna baráttuna um Bessastaði í sinni nýjustu myndi.facebook „Fyrsta hugmyndin var sú að þarna væru tveir menn að skilmast. Og það væru þá Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Svo er náttúrlega Felix Bergsson með í pakkanum. Svo kemur Katrín Jakobsdóttir í rólegheitum í fallhlíf og hirðir þetta. En svo þurfti fylla betur út í myndina.“ Aðalsteinn telur að þeir níu sem séu á myndinni séu svona þeir sem muni eitthvað láta að sér kveða í kosningunum. Þó 70 séu enn á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. „Jújú, maður er að gera það,“ segir Aðalsteinn þegar hann er spurður um bridge-inn. „Ég er enn í landsliðinu en ég ætlaði að vera löngu hættur. Þarna ´91, þegar við urðum heimsmeistarar, var ég bara um þrítugt. Þeir félagar mínir voru um, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru 45 um og ég skildi ekki hvað þeir voru að gera í liðinu, mér fannst þeir svo gamlir. En nú er ég orðinn 64 ára og enn er ég í liðinu,“ segir Aðalsteinn og hlær að því hversu viðhorf manns gegn aldri vilja breytast með tímanum. Forsetakosningar 2024 Bridge Forseti Íslands Myndlist Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Ég hef verði að dúllast í þessu að gamni mínu, myndir af spilurum og fjölskyldu og ég fór að leika mér að þessu í morgun,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Hann segist vera búinn að gera upp hug sinn, hvað hann kýs en það sé nú bara fyrir hann að vita. Aðalsteinn notar teikniforrit og svo hefur gervigreindin komið inn sem gerir þetta allt miklu þægilegra. En hann verður að vita hvað hann vill og hvað hann er að gera. „Ég byrjaði á að svæla út mynd af Bessastöðum, breyti þeirri ljósmynd í teiknaða mynd,“ segir Aðalsteinn og lýsir því að andlitin sem hann finnur á netinu séu misjafnlega skýr. Og stundum þarf hann að draga þau í gegnum teikniforrit. Aðalsteinn Jörgensen dundar sér við að teikna í frístundum og hann náði að kjarna baráttuna um Bessastaði í sinni nýjustu myndi.facebook „Fyrsta hugmyndin var sú að þarna væru tveir menn að skilmast. Og það væru þá Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Svo er náttúrlega Felix Bergsson með í pakkanum. Svo kemur Katrín Jakobsdóttir í rólegheitum í fallhlíf og hirðir þetta. En svo þurfti fylla betur út í myndina.“ Aðalsteinn telur að þeir níu sem séu á myndinni séu svona þeir sem muni eitthvað láta að sér kveða í kosningunum. Þó 70 séu enn á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. „Jújú, maður er að gera það,“ segir Aðalsteinn þegar hann er spurður um bridge-inn. „Ég er enn í landsliðinu en ég ætlaði að vera löngu hættur. Þarna ´91, þegar við urðum heimsmeistarar, var ég bara um þrítugt. Þeir félagar mínir voru um, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru 45 um og ég skildi ekki hvað þeir voru að gera í liðinu, mér fannst þeir svo gamlir. En nú er ég orðinn 64 ára og enn er ég í liðinu,“ segir Aðalsteinn og hlær að því hversu viðhorf manns gegn aldri vilja breytast með tímanum.
Forsetakosningar 2024 Bridge Forseti Íslands Myndlist Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira