Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2024 20:00 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd Seðlabankans telur að bankinn eigi að byrja að lækka stýrivexti. Hann tekur fram að ákvörðun hans um að hætta í nefndinni sé alls ótengd því að hann var ósammála síðustu ákvörðunum hennar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira