Nokkrar klukkustundir í tilkynningu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:38 Vilhjálmur Árnason segir styttast í tilkynningu frá formönnum ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum. „Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
„Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17
Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33