Ætlar að virkja meira Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 14:40 Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03
Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18