Líst ekkert á blikuna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. apríl 2024 15:17 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira