Tæplega hálf öld síðan Framsókn stýrði ríkisfjármálum Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 16:26 Sigurður Ingi verður fjármálaráðherra í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigurð Ingi Jóhannsson, sem tekur við fjármálaráðuneytinu í kvöld, segir engar stórar breytingar í farvatninu. Fjármálaáætlun sé tilbúin og á leið fyrir þingið. Þá segir hann að 45 ár séu síðan Framsóknarmaður hélt um stjórntaumana í ríkisfjármálunum. „Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“ Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
„Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira