„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:33 Glódís Perla var til viðtals eftir 3-1 tap Íslands í Þýskalandi gegn heimakonum í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2025 Vísir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld. Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn