Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 23:04 Friðrik Þór Friðriksson er einn ástsælasti leikstjóri Íslands og hefur hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Vísir/Vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Hátíðin er árleg og fer fram vikuna 19. til 26 apríl næstkomandi. Hún var fyrst haldin árið 1935. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til sniðgöngu á hátíðinni ásamt öðrum rússneksum menningarviðburðum og alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, FIAPF, slitið öllu samstarfi við hana. „Hann er stofnandi stærsta framleiðslufyrirtækis Íslands, Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, sem hefur lengi starfað með Zentropa fyrirtæki Lars von Trier og American Zoetrop fyrirtæki Francis Ford Coppola. Hann hefur einnig hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Börn náttúrunnar,“, segir um Friðrik í tilkynningu frá hátíðinni. Umdeildur formaður styður innrásina Nikita Mikhailov er formaður hátíðarinnar og er einn ástsælasti leikari og leikstjóri Rússa. Hann hefur verið opinskár með stuðning sinn við Vladímír Pútín forseta Rússlands í gegnum árin og lýsti einnig yfir stuðningi við innrásina árið 2022. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um „nasistana“ sem fara með völdin í Úkraínu og hefur sagt úkraínska tungu vera Rússahatur í sjálfri sér. Árið 2007 skrifaði Nikita undir bréf þar sem kallað var eftir því að Pútín sæktist eftir sínu þriðja kjörtímabili sem forseti Rússlands. Sama ár bjó hann til kvikmynd í tilefni af 55 ára afmælis Pútíns sem sýnd var í rússneska ríkisútvarpinu. Dómnefndin sem Friðrik Þór leiðir mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar. Í henni sitja leikarar og leikstjórar frá Rússlandi, Tyrklandi og fleiri löndum. Fréttastofa hafði samband við Friðrik við vinnslu fréttarinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Hátíðin er árleg og fer fram vikuna 19. til 26 apríl næstkomandi. Hún var fyrst haldin árið 1935. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til sniðgöngu á hátíðinni ásamt öðrum rússneksum menningarviðburðum og alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, FIAPF, slitið öllu samstarfi við hana. „Hann er stofnandi stærsta framleiðslufyrirtækis Íslands, Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, sem hefur lengi starfað með Zentropa fyrirtæki Lars von Trier og American Zoetrop fyrirtæki Francis Ford Coppola. Hann hefur einnig hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Börn náttúrunnar,“, segir um Friðrik í tilkynningu frá hátíðinni. Umdeildur formaður styður innrásina Nikita Mikhailov er formaður hátíðarinnar og er einn ástsælasti leikari og leikstjóri Rússa. Hann hefur verið opinskár með stuðning sinn við Vladímír Pútín forseta Rússlands í gegnum árin og lýsti einnig yfir stuðningi við innrásina árið 2022. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um „nasistana“ sem fara með völdin í Úkraínu og hefur sagt úkraínska tungu vera Rússahatur í sjálfri sér. Árið 2007 skrifaði Nikita undir bréf þar sem kallað var eftir því að Pútín sæktist eftir sínu þriðja kjörtímabili sem forseti Rússlands. Sama ár bjó hann til kvikmynd í tilefni af 55 ára afmælis Pútíns sem sýnd var í rússneska ríkisútvarpinu. Dómnefndin sem Friðrik Þór leiðir mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar. Í henni sitja leikarar og leikstjórar frá Rússlandi, Tyrklandi og fleiri löndum. Fréttastofa hafði samband við Friðrik við vinnslu fréttarinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira