Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 10:53 Bjarni og Þórdís voru í stíl í bláu þegar Bjarni afhendi Þórdísi lyklana að utanríkisráðuneytinu aftur. Vísir/Vilhelm „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. Þórdís segist tilbúin að takast á við verkefnin eftir hálfs árs fjarveru. Það hafi ýmislegt gerst á hálfu ári. Evrópa sé ekki á öruggari stað og það sé skýrt hver verkefnin eru sem blasi við. „Ég hlakka til að hefja hér störf að nýju,“ segir Þórdís Kolbrún. hún segir stóru viðfangsefnin þau sömu og fyrir sex mánuðum, þegar hún síðast sinnti embætti utanríkisráðherra, en að það séu meiri átök og spenna í heiminum. Það þurfi að huga vel að öryggis- og varnamálum og Ísland verði að huga vel að hlutverki sínu. Þórdís segist þekkja málaflokka ráðuneytisins vel að hún taki nú stöðumat á þeim. Spurð um stöðuna á Gasa og þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér segir Þórdís margt hafa gerst síðustu sex mánuði. Það sé alger hryllingur sem eigi sér þar stað og það verði að taka til þess afstöðu. Á sama tíma verði Ísland að ganga í takt við þau ríki sem við göngum vanalega í takt við. Við höfum ekki forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun. Það séu ólík sjónarmið en hún geti tekist á við það. Styður ákvarðanir Bjarna Hún segist hafa stutt Bjarna í þeim ákvörðunum sem hann tók í ráðuneytinu, eins og að frysta framlög til UNRWA. Hún muni nálgast verkefnin eins og best sé á kosið. Átökin á Gasa séu með þeim flóknustu og það skipti máli að sameinast um það sem sé rétt að gera. Það sé að standa með alþjóðalögum. Því fylgi ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Öll ríki sem vilji láta taka sig alvarlega verði að virða það. Þórdís Kolbrún segir vegið að þeim gildum sem við trúum á og það sé ljóst hvar línan liggi. Hún muni beita sér í samræmi við það. Á sama tíma þurfi Ísland að finna sína hillu og hvar hægt sé að gera mest gagn. Það eigi ekki að vanmeta smæð okkar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Þórdís segist tilbúin að takast á við verkefnin eftir hálfs árs fjarveru. Það hafi ýmislegt gerst á hálfu ári. Evrópa sé ekki á öruggari stað og það sé skýrt hver verkefnin eru sem blasi við. „Ég hlakka til að hefja hér störf að nýju,“ segir Þórdís Kolbrún. hún segir stóru viðfangsefnin þau sömu og fyrir sex mánuðum, þegar hún síðast sinnti embætti utanríkisráðherra, en að það séu meiri átök og spenna í heiminum. Það þurfi að huga vel að öryggis- og varnamálum og Ísland verði að huga vel að hlutverki sínu. Þórdís segist þekkja málaflokka ráðuneytisins vel að hún taki nú stöðumat á þeim. Spurð um stöðuna á Gasa og þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér segir Þórdís margt hafa gerst síðustu sex mánuði. Það sé alger hryllingur sem eigi sér þar stað og það verði að taka til þess afstöðu. Á sama tíma verði Ísland að ganga í takt við þau ríki sem við göngum vanalega í takt við. Við höfum ekki forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun. Það séu ólík sjónarmið en hún geti tekist á við það. Styður ákvarðanir Bjarna Hún segist hafa stutt Bjarna í þeim ákvörðunum sem hann tók í ráðuneytinu, eins og að frysta framlög til UNRWA. Hún muni nálgast verkefnin eins og best sé á kosið. Átökin á Gasa séu með þeim flóknustu og það skipti máli að sameinast um það sem sé rétt að gera. Það sé að standa með alþjóðalögum. Því fylgi ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Öll ríki sem vilji láta taka sig alvarlega verði að virða það. Þórdís Kolbrún segir vegið að þeim gildum sem við trúum á og það sé ljóst hvar línan liggi. Hún muni beita sér í samræmi við það. Á sama tíma þurfi Ísland að finna sína hillu og hvar hægt sé að gera mest gagn. Það eigi ekki að vanmeta smæð okkar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18