Saman ætla þau nú að safna í mikla ævintýraferð til Íslands í sumar.
Kanadamaðurinn Brooks Laich er kærasti Katrínar Tönju og hann fór að reka ævintýraferðaþjónustuna World Playground eftir að íshokkískautarnir fóru upp á hillu.
Þar skipuleggur hann ferðir á magnaða staði út um allan heim og Ísland er áfangastaðurinn í sumar ásamt ferð til Egyptalands og Botsvana í Afríku. Katrín hefur farið í sumar ferðir en ekki nærri því allar enda nóg af gera að undirbúa sig fyrir eða keppa á CrossFit mótum.
Þau ætla hins vegar að upplifa Ísland saman í sumar og taka með sér áhugasama ferðalanga.
Katrín Tanja og Brooks kynntu ferðina á samfélagsmiðlum sínum og strax eftir nokkra klukkutíma voru bara sjö af tuttugu sætum enn í boði.
„Ég er mjög spennt fyrir þessari ferð því mér finnst eins og þú hafi séð miklu meira af Íslandi en ég,“ sagði Katrín Tanja í beinni útsendingu á Instagram síðum þeirra beggja en myndbandið er nú aðgengilegt hér fyrir neðan.
„Ég held að það sé bara rétt hjá þér. Ég vona að ég geti ferðast með þig í kringum Ísland og sýnt þér landið,,“ svaraði Brooks.
„Ég vona það líka,“ svaraði Katrín.
„Við ætlum að fara með ykkur í níu daga ferð til Íslands þar sem gist verður í átta nætur. Við ætlum þar að reyna að sýna ykkur eins mikið af Íslandi og hægt er á þessum tíma. Við sýnum ykkur ekki allt enda of margt í boði,“ sagði Brooks.
„Það er samt svo margt sem við náum að skoða,“ skaut Katrín inn í.
Alls verður 21 upplifun í ferðinni og hópurinn gistir á þremur mismunandi stöðum. Þá er borðað á þrettán mismunandi veitingastöðum.
„Við ætlum að gefa ykkur það besta á Íslandi á níu dögum,“ sagði Brooks.
Ferðin er frá 14. til 22. júní í sumar. Hópurinn mun byrja á því að koma sér fyrir í Reykjavík í fimm daga og ferðast þar um nágrenni höfuðborgarinnar.
Síðan færa menn sig yfir á Jökulsárlón þar sem síðustu dagarnir fari í ævintýri í kringum jökulinn.
Hér fyrir neðan má sjá kærustuparið tala um ferðina til Íslands. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.