Netárásir geti sett fjármálakerfið á hliðina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2024 13:14 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. vísir/vilhelm Netógnin er stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag og sá þáttur sem gæti sett það á hliðina, að mati varaseðlabankastjóra. Hann segir nauðsynlegt að auka samhæfingu og efla varnir þar sem gervigreind sé að skala upp getu netþrjóta. Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“ Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“
Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira