Neituðu að ræða við sjónvarpsstöð vegna niðrandi ummæla um Yamal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2024 14:40 Lamine Yamal með Nuno Mendes á hælunum í leik Paris Saint-Germain og Barcelona. getty/Christian Liewig Barcelona og Paris Saint-Germain neituðu að veita sjónvarpsstöðinni Movistar viðtal vegna ummæla álitsgjafa hennar um Börsunginn unga, Lamine Yamal. Barcelona sótti PSG heim á Parc des Princes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Börsungar unnu leikinn, 2-3. Fyrir leikinn birti Movistar myndir af hinum sextán ára Yamal að halda bolta á lofti. Gamli markvörðurinn Germán Burgos sagði að ef hlutirnir gengju ekki upp hjá Yamal gæti hann endað á umferðarljósum. Hann vísaði þar í fólk sem framkvæmdir alls konar kúnstir á umferðarljósum í von um að fá pening. Ummæli Burgos þóttu niðrandi og jafnvel rasísk en Yamal er dökkur á hörund. Vegna ummæla Burgos neituðu Barcelona og PSG að ræða við Movistar eftir leikinn í gær. Sjónvarpsstöðin fordæmdi ummæli Burgos og sagðist ætla að grípa til aðgerða til svona lagað endurtæki sig ekki. Burgos baðst sömuleiðis afsökunar á ummælunum. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Við tölum um fótbolta, ekkert annað. Ef hann móðgaðist biðst ég afsökunar. Ég er miður mín og biðst afsökunar opinberlega,“ sagði Burgos sem var lengi aðstoðarmaður Diegos Simeone hjá Atlético Madrid auk þess að leika með liðinu. Yamal var í byrjunarliði Barcelona gegn PSG í gær og lék fyrstu 61 mínútu leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Yamal hefur slegið í gegn í vetur og leikið 41 leik í öllum keppnum og skorað sex mörk. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Spán og skorað tvö mörk. Yamal er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en í júlí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Barcelona sótti PSG heim á Parc des Princes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Börsungar unnu leikinn, 2-3. Fyrir leikinn birti Movistar myndir af hinum sextán ára Yamal að halda bolta á lofti. Gamli markvörðurinn Germán Burgos sagði að ef hlutirnir gengju ekki upp hjá Yamal gæti hann endað á umferðarljósum. Hann vísaði þar í fólk sem framkvæmdir alls konar kúnstir á umferðarljósum í von um að fá pening. Ummæli Burgos þóttu niðrandi og jafnvel rasísk en Yamal er dökkur á hörund. Vegna ummæla Burgos neituðu Barcelona og PSG að ræða við Movistar eftir leikinn í gær. Sjónvarpsstöðin fordæmdi ummæli Burgos og sagðist ætla að grípa til aðgerða til svona lagað endurtæki sig ekki. Burgos baðst sömuleiðis afsökunar á ummælunum. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Við tölum um fótbolta, ekkert annað. Ef hann móðgaðist biðst ég afsökunar. Ég er miður mín og biðst afsökunar opinberlega,“ sagði Burgos sem var lengi aðstoðarmaður Diegos Simeone hjá Atlético Madrid auk þess að leika með liðinu. Yamal var í byrjunarliði Barcelona gegn PSG í gær og lék fyrstu 61 mínútu leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Yamal hefur slegið í gegn í vetur og leikið 41 leik í öllum keppnum og skorað sex mörk. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Spán og skorað tvö mörk. Yamal er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en í júlí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30