Neituðu að ræða við sjónvarpsstöð vegna niðrandi ummæla um Yamal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2024 14:40 Lamine Yamal með Nuno Mendes á hælunum í leik Paris Saint-Germain og Barcelona. getty/Christian Liewig Barcelona og Paris Saint-Germain neituðu að veita sjónvarpsstöðinni Movistar viðtal vegna ummæla álitsgjafa hennar um Börsunginn unga, Lamine Yamal. Barcelona sótti PSG heim á Parc des Princes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Börsungar unnu leikinn, 2-3. Fyrir leikinn birti Movistar myndir af hinum sextán ára Yamal að halda bolta á lofti. Gamli markvörðurinn Germán Burgos sagði að ef hlutirnir gengju ekki upp hjá Yamal gæti hann endað á umferðarljósum. Hann vísaði þar í fólk sem framkvæmdir alls konar kúnstir á umferðarljósum í von um að fá pening. Ummæli Burgos þóttu niðrandi og jafnvel rasísk en Yamal er dökkur á hörund. Vegna ummæla Burgos neituðu Barcelona og PSG að ræða við Movistar eftir leikinn í gær. Sjónvarpsstöðin fordæmdi ummæli Burgos og sagðist ætla að grípa til aðgerða til svona lagað endurtæki sig ekki. Burgos baðst sömuleiðis afsökunar á ummælunum. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Við tölum um fótbolta, ekkert annað. Ef hann móðgaðist biðst ég afsökunar. Ég er miður mín og biðst afsökunar opinberlega,“ sagði Burgos sem var lengi aðstoðarmaður Diegos Simeone hjá Atlético Madrid auk þess að leika með liðinu. Yamal var í byrjunarliði Barcelona gegn PSG í gær og lék fyrstu 61 mínútu leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Yamal hefur slegið í gegn í vetur og leikið 41 leik í öllum keppnum og skorað sex mörk. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Spán og skorað tvö mörk. Yamal er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en í júlí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Barcelona sótti PSG heim á Parc des Princes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Börsungar unnu leikinn, 2-3. Fyrir leikinn birti Movistar myndir af hinum sextán ára Yamal að halda bolta á lofti. Gamli markvörðurinn Germán Burgos sagði að ef hlutirnir gengju ekki upp hjá Yamal gæti hann endað á umferðarljósum. Hann vísaði þar í fólk sem framkvæmdir alls konar kúnstir á umferðarljósum í von um að fá pening. Ummæli Burgos þóttu niðrandi og jafnvel rasísk en Yamal er dökkur á hörund. Vegna ummæla Burgos neituðu Barcelona og PSG að ræða við Movistar eftir leikinn í gær. Sjónvarpsstöðin fordæmdi ummæli Burgos og sagðist ætla að grípa til aðgerða til svona lagað endurtæki sig ekki. Burgos baðst sömuleiðis afsökunar á ummælunum. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Við tölum um fótbolta, ekkert annað. Ef hann móðgaðist biðst ég afsökunar. Ég er miður mín og biðst afsökunar opinberlega,“ sagði Burgos sem var lengi aðstoðarmaður Diegos Simeone hjá Atlético Madrid auk þess að leika með liðinu. Yamal var í byrjunarliði Barcelona gegn PSG í gær og lék fyrstu 61 mínútu leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Yamal hefur slegið í gegn í vetur og leikið 41 leik í öllum keppnum og skorað sex mörk. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Spán og skorað tvö mörk. Yamal er fæddur 2007 og verður ekki sautján ára fyrr en í júlí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Unun að horfa á Cubarsí: „Ég var að falla á þriðja bílprófinu þegar ég var sautján“ Pau Cubarsí, 17 ára miðvörður Barcelona, var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld, eftir leikinn við PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. apríl 2024 11:30